Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hrópmerkt skattaparadís fyrir erlendar fjárfestingar eða fjárfestingaletjandi skattastefna?

$
0
0

Leiðari Morgunblaðsins 2. október, fagnaði því að fjárfestingasamningur við Silicor er í höfn og skýrir frá því að fyrirtækið hafi fengið tekjuskattsívilnun og þurfi aðeins að greiða 15% í stað 20% sem íslensk fyrirtæki þurfi yfirleitt að greiða.

Jafnframt er hnussað yfir vinstri stjórninni, sem hækkaði skattprósentu úr 18% í 20%, en þess ekki getið að brýna nauðsyn bar e.t.v. til þeirrar ákvörðunar, eins og t.d. að heilbrigðiskerfi á Íslandi stefndi í ósjálfbærni vegna fjármagnsskorts, læknaskorts og vegna breytinga á aldurssamsetningu þjóðarinnar með auknum þyngslum á heilsukerfið.

Íslenski ráðherrann hefði e.t.v. getað sloppið við að semja um þennan gífurlega afslátt ef prósentan hefði enn verið 18%, bætti svo leiðarahöfundur við.

Lítum aðeins upp úr skruminu og horfum á staðreyndir varðandi skatta hjá fyrirtækjum víðs vegar um heim:

 

Meðalskattheimta

Ár 2014

Evrópusambandið

21.34

Evrópa

19.68

Norður-Ameríka

33.25

Suður-Ameríka

27.15

Asía

21.91

Afríka

27.85

Ástralía og Nýja-Sjáland

27

OECD

24.11

Heimsmeðaltal

23.57

Heimild:  KPMG Corporate tax tables

Fram kemur að íslensk fyrirtæki eru vel undir heimsmeðaltali og öðrum mælikvörðum.

Sé rýnt í töfluna má sjá að eiginlegar skattaparadísir með núll % skatt eru alls 9.  Þetta eru litlar eyjar og sandrif í Karíbahafi m.a. og hin víðfræga Isle of Man, en undir hennar fána og annarra paradísa sigla íslensk skip.

Það sem hins vegar gerir íslenska umhverfið að „hrópmerktri“ skattaparadís er skortur á reglum um þunna fjármögnun. Þannig geta erlend fyrirtæki látið móðurfélag á Mön fjármagna íslenska dótturfyrirtækið að 99% svo dæmi sé tekið.  Rukkað markaðsvexti, sem eru frádráttarbærir frá hinni íþyngjandi skattaprósentu, og útkoman verður 0% skattar, eða yfirfæranlegt skattalegt tap til íslensku framtíðarkynslóðanna sem þurfa örugglega ekkert á skattpeningum að halda.

Langsamlega flest lönd eru með reglur um þunna fjármögnun, sem setur skýrar skorður og takmörk fyrir því hversu hátt hlutfall fjármögnun frá móðurfélagi má vera til þess að um frádráttarbær gjöld sé að ræða. Engar slíkar reglur er að finna á Íslandi, en frumvarp um slíkt liggur fyrir núverandi þingi.

Jenný Stefanía Jensdóttir 2.október 2014

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283