Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Fundin!

Krabbameinsfélagið lýsir eftir konum. Ljóshærðum, dökkhærðum, rauðhærðum. Alls konar konum. Krabbamein spyr ekki um háralit, hæð eða þyngd. Því er alveg sama.

Í ár er lögð áhersla á að „finna“ konurnar sem mæta ekki í skimun eftir legháls- og brjóstakrabbameini.

Árið er 1998 og ég er 28 ára gömul. Ég er barnlaus, gift og nýflutt heim frá Los Angeles. Ég hef ekki mætt í leghálskrabbameinsskoðun í rúm 4 ár. Samt er ég hjúkrunarfræðingur og ætti að vita hvað það skiptir miklu máli. En ég er ung og – það kemur ekkert fyrir mig.

Samviskan kallar og ég panta mér tíma. Ég mæti í skoðun og fer ánægð heim. Nokkrum dögum seinna er hringt. Það er kvensjúkdómalæknirinn minn í símanum. Ég heyri strax að það er eitthvað að.

„Soffía mín, þú þarft að koma í frekari skoðun. Þú ert með forstigsbreytingar á fjórða stigi. Undanfari krabbameins. Þú þarft að fara í aðgerð“.

Ég man enn hvernig mér leið þennan dag. Hræðslan, reiðin út í sjálfa mig að hafa ekki „drullast“ í skoðun, og allar hinar tilfinningarnar. Og svo tíminn eftir aðgerðina – að upplifa þakklætið fyrir að hafa „fundist“ nógu snemma til að þetta væri fjarlægt. Þakklæti fyrir að hafa getað eignast börn. Þakklæti fyrir að vera á lífi.

Ef ég hefði dregið það lengur að fara í skoðun veit enginn hvernig þetta hefði getað endað.

Í dag fer ég árlega í skoðun. Okkar frábæra Krabbameinsfélag sendir mér bréf og minnir mig á. Ég þarf ekki einu sinni að muna þetta sjálf. Er nýbúin að fara og fékk bréf, „engar frumubreytingar, eðlilegt sýni“, inn um lúguna um daginn. Það gleður.

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Elsku konur, um helmingur ykkar mætir ekki í skoðun. Breytum þessu og mætum allar.

Hringdu í síma 540 1919 og pantaðu þér tíma eða smelltu hér! 

Image may be NSFW.
Clik here to view.
fundin sofia


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283