Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Stattu með þér!

$
0
0

Fimmtudaginn 9. október verður – Stattu með þér! – forvarnarmynd gegn ofbeldi, sem ætluð er 10-12 ára börnum, frumsýnd í grunnskólum um land allt samtímis.

Um er að ræða sjálfstætt framhald hinnar vinsælu og verðlaunuðu myndar Fáðu já! Myndirnar eiga það sameiginlegt að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að vopni.

Í Stattu með þér! er skorað á staðalmyndir á borð við „harða gaurinn“ og „fáklæddu poppsöngkonuna“. Þar er einnig fjallað um samfélagsmiðla, ofbeldi og hvernig krakkar geta dregið sín eigin mörk – jafnvel gagnvart fullorðnu fólki.

Margir ungir leikarar þreyta frumraun sína á skjánum við hlið þekktari „leikara“, svo sem Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur formanns VG, Þóru Arnórsdóttur fyrrum forsetaframbjóðanda og fleiri.

Báðar myndirnar eru afrakstur Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum, samstarfsverkefni innanríkis-, velferðar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Barnamenningarfrömuðurinn Brynhildur Björnsdóttir sest í fyrsta sinn í leikstjórastólinn en handritssmíð var sem fyrr í höndum Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur. Stattu með þér!, er aðgengileg á vefsíðunni www.stattumeðþér.is

Hér má sjá kynningarmyndband sem inniber titillag myndarinnar, Stattu með þér! Lagið samdi Baldur Ragnarsson.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283