Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Minningarstund um missi á meðgöngu og barnsmissi

$
0
0

15. október ár hvert er dagur sem tileinkaður er missi á meðgöngu og barnsmissi.

Gleym-mér-ei Styrktarfélag mun hefja söfnun þann 15. október á tveimur kælikörfum, en þær kæla niður líkama andvana fæddra barna og gera foreldrum kleift að vera með börnin hjá sér í 48 tíma, það gæti gefið fjölskyldum dýrmætan tíma til þess að kveðja og taka myndir.

Kælivöggur.

Kælivöggur.

Gleym-mér-ei Styrktarfélag langar til þess að gefa þessar kælikörfur á Kvennadeildir LSH og FSA.Kostnaðurinn við körfurnar báðar er 800.000 kr.

Hægt er að styrkja söfnunina með því að leggja inná styrktarfélagið og við hvetjum alla til að leggja sitt af mörkum:

Gleym mér ei styrktarfélag

Kennitala: 501013-1290
Reikningur: 111-26-501013

Undanfarin ár hefur Gleym-mér-ei styrktarfélag haldið minningarstund þann 15 október. Fjölmargir listamenn hafa lagt Gleym-mér-ei lið, m.a. Bubbi, Ellen Kristjánsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir og fleiri.

Í ár munu listamennirnir Valdimar og Reggie Óðins taka þátt í minningarstundinni ásamt prestunum Sr. Pálma Matthíassyni og Sr. Hans Guðbergi Alfreðssyni.

Við hvetjum alla til þess að koma og kveikja á kerti fyrir litlum englum og eiga saman hugljúfa stund kl. 21.00 í Bústaðakirkju, miðvikudaginn 15. Október.

styrktar


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283