Svona gerir þú spænska eggjaköku.
1 brúnn laukur skorin smátt og gylltur á pönnu með smá ólífuolíu, passa að brúna ekki heldur aðeins láta hann svitna og gyllast.
Afgangskartöflur frá kvöldinu áður skornar í bita og settar saman við laukinn.
Þeytið 8-10 egg í skál og piprið og saltið. Hellið eggjasoppunni yfir kartöflurnar og laukinn og eldið á lægsta hita á hellu. Til að eggjakakan eldist vel að ofan hita ég ofninn í 150 gráður og nota pönnu með stálskafti. Þá get ég hent pönnunni inn í ofn svo eggjakakan eldist nú örugglega í gegn.
Upplagt að bera fram með tómötum og fersku basil.