Nú er um að gera að næra líkama og sál, undirbúa sig fyrir vorið sem fyrr eða síðar lætur kræla á sér. Í skammdeginu er fínt að skella í sig grænum safa á morgnana til að hrista sig í gang og fylla sig af vítamínum og orku. Solla á Gló er auðvitað með auðvelda uppskrift að grænum djús sem auðvelt er að gera. Uppskriftin er svona:
Grænn djús
2 dl vatn
¼ stk. agúrka
2 sellerístilkar
4 grænkálsblöð eða annað grænt kál
nokkrir stönglar af steinselju eða kóríander
1 sítróna eða límóna, afhýdd
3 cm biti fersk engiferrót
1 grænt epli, kjarnhreinsað
Skerið hráefnið í bita, setjið vatnið í blandarann og síðan restina af uppskriftinni útí. Blandið þar til vel maukað, sigtið með því að hella í gegnum spírupoka (fæst í Ljósinu Langholtsveg 43) líka hægt að nota nælonsokk. Geymist í sólarhring í kæli, má frysta.
Hér er svo myndband þar sem Solla kennir þetta skref fyrir skref!