Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Er kalkúnninn þinn verðlaunakalkúnn?

$
0
0

Í nóvember elda margir kalkún að bandarískum sið en þakkargjörðarhátíðina ber upp á fimmtudaginn 27. nóvember. Líklegt er að helgina á eftir verði margir með kalkúnaveislu, enda er kalkúnn tilvalinn veislumatur þegar von er á mörgum gestum.

IMG_5469

Kalkúnn er hollur herramannsmatur, léttur í maga og möguleikarnir á matreiðslu fjölbreyttir. Margir fylla kalkúninn á hefðbundinn hátt að bandarískri fyrirmynd og steikja í ofni – en nýjungagjarnir matgæðingar geta endalaust prófað sig áfram með nýtt meðlæti, fyllingar og framreiðslu. Sumir setja kalkúninn í kryddlög fyrir steikingu og einnig er gaman að prófa sig áfram með óhefðbundið meðlæti. Einnig má grilla fuglinn eða jafnvel djúpsteikja hann.

IMG_5388

Á Reykjabúinu í Mosfellsbæ hefur verið stunduð kalkúnarækt allt frá árinu 1948 og er það eina íslenska búið sem ræktar kalkúna. Heill kalkúnn frá Reykjabúinu er hreint kjöt og án allra aukaefna. Fuglana er hægt að fá í ýmsum stærðum, á bilinu 4 til 10 kg.

holdakalkunn

Kvennablaðið gengst fyrir kalkúnauppskriftasamkeppni í nóvember í samstarfi við Reykjabúið. Við hvetjum ykkur til að senda okkur uppskriftir, sögur og myndir af ykkar kalkúnaveislu fyrir 1. desember á netfangið kvennabladid@kvennabladid.is. Við munum svo draga út flottustu uppskriftirnar í desember og draga að lokum út þrjá vinningshafa.

Vegleg verðlaun eru í boði en þrír heppnir sigurvegarar fá að gjöf stóran holdakalkún frá Reykjabúinu.
Einnig fá vinningshafarnir þrír glæsileg borðvín að gjöf en þau eru:

BARONE MONTALTO PINOT GRIGIO

BARONE MONTALTO PINOT GRIGIO

BARONE MONTALTO PINOT GRIGIO

 

Föllímónugrænt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Pera, sítrus, hunangsmelóna, blóm. Flott vín frá Sikiley

MAMMA PICCINI ROSSO – Toskana – Ítalía

MAMMA PICCINI ROSSO

MAMMA PICCINI ROSSO

Kirsuberjarautt, meðalfylling, þurrt, ferskt, miðlungstannín. Skógar ber, lyng, vanilla.


MASI MODELLO ROSSO – VENETO – Ítalía

MASI MODELLO ROSSO

MASI MODELLO ROSSO

Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, mild tannín. Rauð ber, lyngtónar, vanilla.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283