Kim Dotcom stundum kallaður Kimble er maðurinn á bak við vefinn Megaupload sem gerir fólki kleift að senda stórar skrár um alnetið. Hann situr nú í stofufangelsi en hann er fastur í einhverju umfangsmesta höfundaréttarmáli allra tíma. Blaðamenn Vice fréttaveitunnar heimsóttu Kim og gerðu um hann heimildarmynd í villu sinni en Kim hefur auðgast á ýmsu í gegnum tíðina og er umdeildur með endemum. Kim er af finnskum og þýskum uppruna en býr á Nýja-Sjálandi.
Á Kim að bera ábyrgð á því ef fólk er að senda skrár um Megauploads sem innihalda höfundaréttartryggt efni? Það er stóra spurningin.
Hér er heimildamyndin sem er stutt.