Í sögu Einars Kárasonar Þar sem djöflaeyjan rís, er ein eftirminnilegasta persónan náungi sem heitir Baddi. Sá var mikill ruddi og fyllibytta. Þegar Baddi sást pússa skóna vissu allir að í vændum var fyllerí með tilheyrandi öskrum og blóðnösum.
Ég sá Badda fyrir mér vera að pússa skóna þegar ég las mér til furðu að Landsbankinn hefði selt (undir borðið) stóran hlut í peningaáskriftarfyrirtæki sem heitir Borgun. Hugurinn leitaði aftur fyrir hrun eins og titrandi smáblóm.
Aðspurður hverju þetta sætti svaraði bankastjórinn út í hött og sagði að „hendur bankans hafi verið bundnar“.
- Hér set ég spurningamerki.
?
Hvernig voru „hendur bankans“ bundnar?
Hver batt hendur bankans?
Hversvegna voru þær bundnar?
Hversvegna var ekki hægt að setja auglýsingu í blöðin þar sem hlutur í Borgun var auglýstur til sölu og óskað eftir tilboðum? Væri það ekki eðlilegt þar sem eigendur téðs hlutar í Borgun er allir landsmenn?
Hversvegna mátti hinn almáttugi markaður ekki ráða verðinu á þessum hlut?
Er það rétt að Landsbankinn (banki allra landsmanna) hafi lánað kaupendunum fyrir meginþorra kaupverðsins?
Þessum spurningum verður bankastjóri „banka allra landsmanna“ að svara umbúðalaust.
Image may be NSFW.
Clik here to view.