Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Þjóðarsátt um spillingu?

$
0
0

Í fyrradag skrifaði ég hugleiðingu um sölu Landsbankans (banka allra landsmanna) á hlut í fyrirtækinu Borgun. Þar kallaði ég eftir svörum við augljósum spurningum sem vakna við téða sölu.

Bankastjórinn hefur reyndar sagt að „hendur bankans hafi verið bundnar“ og vegna þess knýjandi að selja téðan hlut undir borðið eins og það er kallað.

Það sér hvert mannsbarn að þetta svar er út í hött og átakanlega augljóst yfirklór yfir þá staðreynd að það er verið að selja þennan hlut í Borgun á undirverði.  Hvers vegna mátti ekki setja auglýsingu í blöðin þar sem þessi hlutur væri auglýstur til sölu?  Hvers vegna mátti markaðurinn ekki ráða verðinu?

-

Svarið liggur í augum uppi.

Það er verið að koma þessum hlut fyrir í höndunum á útvöldum. Það er verið að tryggja einhverja stöðu í viðskiptalífinu. Það er verið að búa til viðskiptablokk. Það er verið að búa til auðstétt sem hægt er að rukka um hvaða greiða sem er, hvenær sem er.

Þetta er enginn nýlunda. Við höfum séð þetta áður.

Svona mix er sett fram í þeirri vissu að almenningur sé svo fattlaus og hafi séð svona mix svo oft áður að hann taki ekki eftir neinu. Rétt eins og þegar ofbeldisruddi er búinn að lemja konuna sína svo oft að hún er hætt að taka eftir því.

Ég gæti trúað að ef almenningur sýndi þessari spillingarsölu kröftugt viðnám, gæti svo farið að það verið hætt við hana. Það er hægt með ýmsum hætti. Það er hægt að skrifa til þingmanna og krefjast útskýringa á þessari sölu (sem sannarlega er á undirverði).  Það er hægt að koma með ábendingu til Umboðsmanns Alþingis.  Það ætti að vera mögulegt að krefja Bankasýslu ríkisins svara. Hún heyrir reyndar beint undir fjármálaráðherra en sá hefur fjölskyldulegra hagsmuna að gæta að salan keyrist í gegn.   – Gaman að því –  Það ætti að vera hægt að krefjast þess við Alþingi að taka málið upp við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Það ætti líka að vera hægt að segja upp viðskiptum sínum við Landsbankann og færa eitthvað annað. En umfram allt held ég að það sé mikilvægt að tala um þetta.

Hérna er svo punkturinn sem er svo hrollvekjandi.

Allir sem fylgjast með íslenskum samtímamálum sl. áratugi veit nákvæmlega hvað er að gerast. Það eru engar „hendur bundnar“ eins og bankastjórinn segir. Það er enginn viðskiptalegur „ómöguleiki“ sem hindrar það að þessi verðmæta ríkiseign sé seld á hefðbundin hátt.  þar sem  varan er boðin til sölu og allir geta komið með tilboð.

Það er verið að afhenda útvöldu fólki ríkiseigur á silfurfati.

Almenningur/þingið/stjórnsýslan/fjölmiðlar/verkalýðshreyfingin/samtök í almannaþágu eru skilin eftir með tvo möguleika. Annaðhvort að sætta sig við þetta …

 

-Eða veita viðnám.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283