Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ólympískar teikningar eftir Kristján Guðmundsson

$
0
0

Kristján Guðmundsson er frumkvöðull í íslenskri myndlist. Hann var einn af stofnendum SÚM-hópsins sem umbylti íslensku myndlistarsenunni undir lok sjöunda áratugarins. Þau innleiddu hugmyndina um nýlist, list þar sem öll landamæri milli listgreina væru felld úr gildi. Hjá Kristjáni urðu teikning og gjörningur eitt: sköpun og tími, framkvæmd og hugmynd.

Ólympískar teikningar hafa ekki áður verið sýndar hér á landi en sverja sig í ætt við fyrri verk Kristjáns. Þau eru einföld og svo auðskiljanleg að hvert barn getur hlegið að þeim. Hlegið og síðan pælt, því í verkum Kristjáns er aldrei neitt eins og sýnist. Úr naumu efni býr hann til verk sem vísa hingað og þangað – taka á myndlistarsögunni, samfélaginu og heimspekilegum spurningum – en eru alltaf markviss og hnyttin.

Á ljósmynd hér að ofan stendur Kristján við verk sitt, Spjótkast kvenna.

Sýningin í Gallery GAMMA verður opnuð fimmtudaginn 4. desember klukkan 17:00 Garðastræti 37, 101 Reykjavík.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283