Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Frábærar fréttir fyrir neytendur

$
0
0

Fréttatilkynning frá Neytendasamtökunum.

 

Nýjar reglur um matvælamerkingar

„Föstudaginn 12. desember sl. tók gildi ný reglugerð um merkingar matvæla. Þessi reglugerð kemur í stað fjögurra eldri reglugerða sem áður gegndu sama hlutverki (sjá nýja reglugerð). Nýja reglugerðin er til bóta að mörgu leyti þó Neytendasamtökin hafi bent á ákveðna annmarka sem brýnt væri að laga. Sjá umsögn Neytendasamtakanna um reglugerðina.

Í stuttu máli gilda sömu reglur og fyrr en það sem bætist við er að núna:

  • er matvælaframleiðendum gert að hafa upplýsingar í ákveðinni lágmarksleturstærð.
  • þarf að taka það fram í feitletri innihaldi varan þekkta ofnæmisvalda.
  • verður skerpt á reglum um uppruna matvæla og verður m.a. skylt að merkja kinda-, svína-, geita- og alifuglakjöt með upprunalandi, eins og nú þegar á við um nautakjöt.
  • má dreifa matvælum eftir „best fyrir“ dagsetningu, en Neytendasamtökin hafa raunar gert athugasemd við það og talið það skref aftur á bak hvað varðar neytendavernd. Því ber þó að fagna að aðgreina þarf útrunnin matvæli með skýrum hætti í verslunum frá matvælum sem eru ekki komin fram yfir dagsetningu lágmarksgeymsluþols.

Það eru fleiri atriði sem breytast með nýju reglugerðinni, sjá upplýsingasíðuMatvælastofnunar þar sem er að finna góðar upplýsingar um þessar nýju reglur og áhrifin sem þær mun hafa á íslenskt neysluumhverfi.

Female checking food labeling in supermarket.

Vegna þessara tímamóta hafa Neytendasamtökin ákveðið að beina sjónum sínum að merkingum matvæla og hvetja samtökin neytendur til að kynna sér reglurnar. Neytendur eru jafnframt hvattir til að láta seljendur og/eða framleiðendur vita auk heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga þegar ekki er farið eftir reglunum. Neytendasamtökin munu jafnframt hefja kynningarátak sem beint verður bæði að matvælaframleiðendum og neytendum.

Borið hefur á því að framleiðendur og neytendur hafa ekki verið nógu vel upplýstir um hvað má og hvað má ekki þegar kemur að merkingum matvæla en með innleiðingu nýrra reglna ætti að gefast gott tækifæri til að auka við fræðslu til þessara aðila.

Innleiðing þessara reglna eru sannarlega jákvæð tímamót fyrir íslenska neytendur en til þess að tryggja að þær virki sem skyldi þarf upplýsta neytendur, og til að tryggja að svo sé þurfa stjórnvöld að standa fyrir öflugri kynningarherferð um þessar nýju reglur, en jafnframt munu Neytendasamtökin sinna því verkefni eins vel og kostur er.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283