Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Viltu léttast? Farðu út að ganga!

$
0
0

Gönguferðir eru holl og góð líkamsrækt og vart er hægt að hugsa sér skaðlausari æfingar fyrir líkamann. Við göngu er lítið álag á liði, litlar líkur á slysum og flestum finnst gaman að ganga úti og anda að sér fersku lofti.

Er hægt að léttast með því að stunda göngur? Svarið er já! Ef þú hefur í hyggju að léttast og vilt reyna að ganga af þér aukakílóin þá er tilvalið að fara svona að:

Byrjaðu á því að ganga þrisvar í viku í 15-20 mínútur í senn. Markmiðið ætti að vera að ganga í 60 mínútur daglega alla daga vikunnar. Til að léttast um hálft kíló á viku þarftu í það minnsta að ganga rösklega í 60-90 mínútur á dag. Hluta göngunnar ættirðu að ganga uppí móti. Aukin áreynsla eykur brennsluna.

Það er mikilvægt að velja nýjar gönguleiðir til að fyllast ekki leiða.  Margir hafa gaman af því að hlusta á tónlist meðan á gönguferðum stendur, aðrir hlusta á hljóðbækur. Stundum ef illa viðrar er hægt að nýta aðstöðu í líkamsræktarstöðvum til þess að ganga. Sumir vilja velja sér göngufélaga. Hvernig væri að drífa fjölskyldumeðlimi, nágranna eða vini með sér í göngu? Ræða málin og leysa lífsgátuna.

Ef þú vilt styrkja þig ofurlítið þá er sniðugt að gera 50 armbeygjur og 50 magaæfingar að göngu lokinni. Ekki hafa áhyggjur þótt þú getir það ekki fyrstu vikuna. þetta kemur.

Ef þú samhliða gönguferðunum bætir mataræðið þá sérðu árangurinn fyrr. Þú veist þetta allt saman svo nú er bara að láta hendur standa fram úr ermum.

Þú getur þetta!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283