Sterkur kviður og bak segir heilmikið til um líkamsformið okkar. Kjarnaæfingar eru nauðsynlegar í allri þjálfun og sjá um að þjálfa vöðvana í kringum spjaldhrygg, neðra bak, mjaðmir og kvið sem eina heild.
Þetta eru djúplægir vöðvar sem hjálpa til með jafnvægið og stöðugleikann hvort sem er á æfingu eða í daglegu lífi. Allar daglegar hreyfingar eru háðar kjarnavöðvum.
Þrátt fyrir að það sé bara hægt að brenna fitu á kviðsvæðinu með þolþjálfun t.d. með því að hlaupa, hjóla eða stunda þoltíma, þá styrkja kjarnaæfingar djúplægu vöðvana okkar í kringum kvið, bak og mjaðmir.
Armbeygjur, kviðkreppur, planki, að húlla og mittisæfingar eru allt dæmi um kjarnaæfingar.
Sterk miðja gerir gæfumuninn í allri hreyfingu hvort sem þú tekur golfsveiflu, teygir þig hátt eftir einhverju eða beygir þig niður til að reima skóna.
Veikleiki í þessum vöðvum leiðir til lélegrar líkamsstöðu sem lýsir sér í bakverkjum og keðjuverkandi meiðslum.
Við náum tengingu við þessa djúplægu vöðva með jafnvægisæfingum, stöðugleikaæfingum og fjölbreyttum kvið- og bakæfingum. Við aukum líkamsvitund okkar til muna og náum þannig að stjórna öllum hreyfingum betur.
Ef við sleppum þessu þætti í þjálfun okkar þá kemur það í bakið á okkur bókstaflega seinna meir.
Grunnurinn að allri þjálfun eru sterkir kjarnavöðvar !
Og kosturinn er að þú getur gert þessar æfingar hvar sem er