Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Skrif og sköpun – ritsmiðja

$
0
0

Skrif og sköpun – ritsmiðja er kröftugt námskeið í skapandi skrifum sem haldið verður í janúar. Þetta er þriggja kvölda ritsmiðja þar sem nemendur kynnast vinnulagi hins skapandi skrifara, læra að fylgja innblæstri sínum og þroska vinnuaðferðir.

Hugrekki og sjálfstæð vinnubrögð verða höfð að leiðarljósi við að þróa eigin rödd í skrifum. Þá vinna nemendur fjölbreytt verkefni til að efla sköpunarkraft. Námskeiðið er ætlað jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við fjórtán manns. Kennarar eru þær Halla Margrét Jóhannesdóttir og Soffía Bjarnadóttir.

Halla Margrét

Halla Margrét

Halla Margrét er leikari og rithöfundur sem hefur leikið, skrifað og kennt um árabil. Hún lék meðal annars í og skrifaði, ásamt fleirum, leikritið Dauðasyndirnar sem sýnt var í Borgarleikhúsinu 2008 til 2009. Sýningin uppskar lof og Grímutilnefningar. Ljóðabók hennar 48 kom út á sumarsólstöðum 2013.

Soffía

Soffía

Soffía er bókmenntafræðingur og rithöfundur sem hefur skrifað margvíslega texta um bókmenntir og leikhúslist. Skrif hennar hafa birst í fagtímaritum, dagblöðum og útvarpi. Hún hefur meðal annars kennt námskeið í ritlist við Háskóla Íslands. Skáldsaga hennar Segulskekkja kom út haustið 2014.

Skrif og sköpun – ritsmiðja verður haldin að Suðurgötu 35, Reykjavík miðvikudagskvöldin 14., 21. og 28. janúar 2015 klukkan 19.30 til 22.00. Að Suðurgötu 35 eru vinnustofur tíu sjálfstætt starfandi kvenna.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á skrifogskopun@gmail.com og nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðunni Skrif og sköpun – ritsmiðja.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283