Hér eru ferskar og orkuríkar uppskriftir að góðri Ananas heilsubombu og Appelsínu- og ananassafa. Ananas er frábær ávöxtur í heilsudrykki og meinhollur sem skaðar ekki.
Ananas heilsubomba
½ ferskur ananas
½ mangó (má vera frosinn)
1 kiwi
1 tsk kókosolía
1 bolli ísmolar
Við setjum allt saman í blandarann. Best að byrja á ófrosnum ávöxtum og olíunni og bæta svo klökum og frosnum ávöxtum við hægt og rólega.
Appelsínu- og ananassafi
3 appelsínur
½ ananas
Klaki
Skerið hýðið af appelsínunum og ananasnum. Skerðu allt í hæfilega stóra bita áður en þú setur það í blandarann. Gott er að setja klakann með til að gera drykkinn enn ferskari. Skreytum svo glasið með lime og litríku röri.
Njótið!