Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hættulegt fólk

$
0
0

Ég legg til að við látum vera að „opna umræðuna“. Það er óviðunandi að börn á Íslandi þurfi að alast upp í samfélagi þar sem trú eða kynhneigð þeirra eða foreldra þeirra er rædd opinberlega af jafn fordómafullu og óupplýstu fólki og raun ber vitni. Það er börnum hættulegt.

Það er ekkert að ræða. Það þýðir ekkert að þræta við öfgafulla heimskuna. Það hefur ekkert upp á sig og er fullkomlega tilgangslaust. Maður getur eins mölvað á sér höfuðið.

Börnum stafar hætta af fólki sem segist umburðarlynt og fagnar fjölbreytileika á tyllidögum en lætur í ljós fordómafullar skoðanir sínar í nafni tjáningarfrelsis og „opinnar umræðu“ þegar það er því þénanlegt.

Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar að börnum finnist þau eða foreldrar þeirra ekki tilheyra samfélaginu á einn eða annan hátt. Að þau upplifi sig utangátta, útskúfuð og óvelkomin.

Á Íslandi búa börn sem eru skráð í hin ýmsu trúfélög, flest þeirra eru skráð í þjóðkirkjuna og það sannarlega án þess að hafa nokkurn tíma óskað eftir því. Börn hafa ekkert um það að segja hverrar trúar foreldrar þeirra eru. Börn hafa ekkert um það að segja hvar þau fæðast, hvert lífið rekur foreldra þeirra og þar með þau.

Þau eru bara.

Þau börn sem eru samkynhneigð uppgötva það oftar en ekki mjög snemma. Þau hafa ekkert um það að segja. Þau eru bara samkynhneigð.

Þau eru bara.

Þess vegna skulum við hlífa börnum við þessum ófögnuði. Verndum þau fyrir þessu hættulega fullorðna fólki.

 

Mynd eftir Alvaro Tapia.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283