Katrín Jakobsdóttir gerði kröfu Starfsgreinasambandsins um að lægstu taxtar fari ekki undir 300 þúsund krónur að umtalsefni á Alþingi í dag en margir virðast súpa hveljur yfir þeirri kröfu.
Hún benti á að miðað við opinber neysluviðmið velferðarráðuneytisins séu dæmigerð útgjöld fimm manna fjölskyldu, tveggja fullorðinna og þriggja barna, án húsnæðiskostnaðar (sem venjulega vegur þungt) um 610 þúsund krónur á mánuði.
Katrín sagði meðal annars að „Við hljótum að gera þá kröfu að fólk geti lifað af launum sínum því þó að mikilvægt sé að varðveita stöðugleika, snýst stöðugleiki ekki aðeins um hagstærðir, hann snýst líka um að fólk geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum.“
Hún benti ennfremur á að öll gögn sýndu að það væru mikil verðmæti til í þessu samfélagi, þeim væri hins vegar ekki skipt jafnt.
Hér má hlusta á ræðu Katrínar.