Líkamsræktarferð til Salou á Spáni 21.–28. apríl 2015
Hvernig væri að fljúga á vit uppbyggjandi ævintýris með maka, systur, vinkonu, saumaklúbbnum eða einn síns liðs? Ævintýris sem styrkir líkama og sál! Þar sem hægt er að fræðast, æfa, slaka, hugleiða, hlæja mikið og eignast vini og minningar fyrir lífstíð!
Gaman–ferðir: gaman.is, hefur nú í sölu slíka ferð. Eftir frábæra ferð í september í fyrra, hefur verið ákveðið að fara vorferð. Ferðin er líkamsræktarferð fyrir þá sem vilja koma sér vel af stað í líkamsræktinni eða þá sem vilja koma sér skrefi lengra og ýta sér út fyrir rammann.
Þjálfarar/fararstjórar ferðarinnar eru þaulvanar eftir margra ára reynslu af þjálfun og hóptímakennslu.
Ólöf Björnsdóttir kennir í Hress og hefur kennt þar í 13 ár.
Bára Hilmarsdóttir kennir í Sporthúsinu og hefur kennt hóptíma í um 20 ár. Hún er einnig miðill og hefur verið með hugleiðsluhópa í mörg ár.
Það er yndislegt að fá tækifæri til að æfa léttklæddur í heitu loftslagi. Hvíla svo þess á milli og endurhlaða rafhlöðurnar á ströndinni eða á göngu/hjólatúrum um nágrennið.
Í ferðinni er æft tvisvar á dag og eru æfingarnar aldrei eins. Bæði eru æfingar inni í tækjasal og úti á strönd. Slökun og hugleiðsla er svo hluti af prógramminu einu sinni á dag og fæðið er hreint og ferskt.
Ekki eru nein boð eða bönn og því í góðu lagi að fá sér hvítvín eða ís á ströndinni. En allir sem fóru í síðustu ferð komu heim í betra formi, frískari og ferskari en þegar þeir fóru af stað.
Flestir hafa haldið áfram að æfa og hugsa vel um sig eftir að hafa komist í gírinn með þeim stöllum Báru og Ólöfu.
Nóg er af frjálsum tíma yfir daginn og gaman að skoða sig um á reiðhjóli, enda mjög auðvelt að hjóla um alla strandlengjuna og smábæina allt í kring. Flogið er til Barcelona og þaðan haldið til Salou, í klst. fjarlægð. Þar er gist í smáhýsum (tvö tveggja manna herbergi) á frábæru afgirtu og vöktuðu svæði.
Flug, taska, ferðir, gisting, þjálfun og þrjár aðalmáltíðir dagsins eru innifaldar í verði.
Upplýsingar og bókanir:
gaman@gaman.is
Sími: 560 2000
Umsögn þátttakanda í ferðinni í september síðastliðnum:
Ferðin til Spánar var ótrúleg í alla staði.
Gott jafnvægi var á milli líkamsræktar og slökunar. Mikil gleði og jákvæðni einkenndi ferðina og félagsskapurinn var frábær.
Fararstjórarnir voru hreint út sagt frábærir og ég kom glöð, endurnærð og full af orku eftir vikudvöl.
Mæli með þessari ferð við alla sem hafa tök á að fara. Og ég get hreinlega ekki beðið eftir að slást aftur með í för.
Hrönn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur.