Á Heimsdegi barna gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi listsmiðjum og njóta margskonar skemmtunar víða um borgina.
Heimsdagur barna hefur lengi verið órjúfanlegur hluti Vetrarhátíðar í Reykjavík. Í ár verður sú breyting á að auk listsmiðja í Gerðubergi verður dagskráin í boði í fleiri starfsstöðum Borgarbókasafnsins; í Spönginni, Kringlunni og Sólheimum. Dagskráin á hverjum stað verður kynnt á vetrarhatid.is og í bæklingi Vetrarhátíðar. Íbúar víða um borgina geta því notið Heimsdags barna í bókasafninu sínu.
Sjá nánar um smiðjurnar hér að neðan.
Afritað af vef Borgarbókasafns.