Skipulagt stríð Bandaríkjamanna gegn fíkniefnainnflutningi frá Mexíkó hefur haft hræðileg áhrif á mexíkóskt samfélag. Taka verður fram að hvergi í heiminum er jafn mikil eftirspurn eftir fíkniefnum og í Bandaríkjunum.
Bill Clinton bað mexíkósku þjóðina afsökunar vegna fíknistríðsins sem kostað hefur 120.000 manns lífið að talið er. Einnig má rekja 27.000 óútskýrð mannshvörf til fíknistríðsins sem og ómæld samfélagsleg vandmál.
Bill Clinton bar fram afsökunarbeiðni þessa á ráðstefnu um málefni ungmenna. Forseti Mexókó Peña Nieto var viðstaddur ráðstefnuna sem var haldin 6.febrúar s.l.
“Ég vildi óska að fíkniefnasmygl tíðkaðist ekki en þetta er eiginlega ekki ykkur að kenna. Okkur tókst bara of vel að stöðva fíkniefnaflutninga flug- og sjóleiðina þannig að við stýrðum umferðinni um landleiðina. Ég biðst afsökunar á því.“
Hér má sjá myndbrot frá ráðstefnunni frá sjónvarpsstöðinni Excélsior TV.
Yfirlýsing Clinton er mjög í takt við yfirlýsingar annara þjóðarleiðtoga sem hafa lýst því yfir að stríðið gegn fíkniefnum sé löngu tapað og viðurkennt að það sé valdur að ómældum hörmungum um heim allan svosem eins og aukinni útbreiðslu alnæmis og lifrarbólgu C, aukinni fátækt og óöryggi í heiminum.