Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hvernig væri að elda ítalskt um helgina…

$
0
0

Nú er helgin framundan og ef þú ert á þeim buxunum að elda ítalskt þá  langar mig að kynna frábært Chianti til sögunnar. Cecchi Chianti Classico 2011 er einstaklega gott vín sem hentar vel með föstudagspizzunni, pastaréttum eða ef þú ætlar að bjóða gestum upp á létta tapasrétti eða osta og hráskinku.  Cecchi Chianti Classico 2011 er aðgengilegt vín og flestum líkar það vel. En það er skemmtileg saga á bak við vörumerkið því Cecchi fjölskyldan á sér langa og merkilega víngerðarsögu.

Síðan 1893 hefur Cecchi-fjölskyldan og hennar vörumerki verið nefnt í sömu andrá og vínræktarframfarir, bæði á Ítalíu og annars staðar í heiminum.

image001

Saga víngerðarinnar er áhugaverð saga fjölskyldu sem drifin hefur verið áfram af ástríðu, fumkvöðlakrafti og virðingu fyrir umhverfinu. Þau nota styrk sinn og reynslu og yfir 100 ára virðingu fyrir landslaginu. Í dag tekur Cecchi-fjölskyldan við áskorunum framtíðarinnar af sama eldmóði.

Fjölskyldan
Innan Cecchi-fjölskyldunnar hefur hver kynslóð á fætur annarri verið samofin sögulegri framþróun ítalskra vína og hefur á einni öld farið frá því að vera einföld bændavín í það að verða þekkt vörumerki á heimamarkaði og síðar þekkt og virt víða um heim.

image003

Þetta byrjaði allt árið 1893 þegar Luigi Cecchi varð atvinnuvínsmakkari og þó að það væri útbreidd starfsgrein í Evrópu var list smakkarans (It: Palaista) enn óþekkt á Ítalíu. Luigi skildi hins vegar hverjir möguleikar ítalskrar víngerðar til að ná hæstu hæðum í víngerðarheiminum væru þegar búið væri að bera kennsl á gæðin sem vínin gætu haft.

Í byrjun 20. aldar hóf Cesare, sonur Luigis, störf við hlið föður síns og saman gáfu þeir líf fyrsta víninu sem var markaðssett í miklu magni með nafninu Cecchi á miðanum og strax í árdaga voru þeir farnir að horfa til alþjóðlegra markaða.

Þegar þeir voru búnir að ná fram trúverðugleika og alþjóðlegum orðstír var orðið mikilvægt að huga að fjárfestingum í tækjakosti og fjárfestingum til framtíðar. Sonarsonur stofnandans, Luigi, var lykilmaður í þeirri vinnu og það er honum að þakka að Cecchi-vörumerkið varð þekkt og virt á Ítalíumarkaði og það var undir hans stjórn sem fyrirtækið fór að tileinka sér nýjustu tækni og hasla sér þannig enn frekar völl á alþjóðamörkuðum.

SONY DSC

Umhverfið
Chianti er einn fegursti staður í heiminum. Skóglendi með ævagömlum kirkjum og miðaldaþorpum og fallegum hlíðum með vínekrum og ólífululundum hvert sem litið er. Það er í þessu einstaka umhverfi sem Cecchi-fjölskyldan vinnur í fullkominni sátt við náttúruna og árstíðirnar. Cecchi-fjölskyldan hefur alltaf borið virðingu fyrir umhverfinu og leitast við að vera sjálfbær víngerð í gegnum tíðina og vinnur með það að markmiði í dag að víngerðin þeirra skilji eftir sig eins fá kolefnisfótspor og hægt er með því að nota tækni sem nýtir orkuna vel og allt er endurunnið sem mögulegt er að endurvinna.

cecchi-chianti-classico-362x630

Cecchi Chianti Classico 2011
Í vínbúðunum fæst eitt vín frá Cecchi, Cecchi Chianti Classico, sem er afurð áralangra rannsókna fjölskyldunnar á möguleikum Sangiovese-þrúgunnar sem á uppruna sinn á Chianti-svæðinu. Vínið er látið gerjast á stáltönkum og er að því loknu sett á eikartunnur og látið eldast í þeim í u.þ.b. eitt ár. Það er leitast við að ná fram dýptinni í ávextinum bæði í nefi og munni, það er þó vel stutt af góðri sýru og ferskum tannínum. Cecchi Chianti Classico er eitt mest selda vínið frá Chianti í vínbúðunum í dag, það kostar einungis 2.564 kr. sem er eitt það lægsta í Vínbúðunum á chianti classico-vínum!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283