Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Fyrrum nemendur í Landakotsskóla fái sanngirnisbætur

$
0
0

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, ásamt fimm þingmönnum öðrum úr öllum stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2010 um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum eða heimilum á vegum opinberra aðila.

Verði frumvarpið að lögum mun verða unnt að leggja aðrar rannsóknarniðurstöður en skýrslur vistheimilanefndar til grundvallar fyrir sanngirnisbótum til þeirra aðila sem sættu misgjörðum í Landakotsskóla fyrr á árum og ekki hafa átt kost á neinni úrlausn sinna mála til þessa. Málið er því ótvírætt réttlætismál og fagnaðarefni að náðst hefur pólitísk samstaða um að rétta hlut fyrrum nemenda í Landakotsskóla sem máttu þola þar ofbeldi og annað harðræði, að því marki sem það er unnt með greiðslu sanngirnisbóta. Verða fyrrum Landakotsbörn þannig jafnsett öðrum einstaklingum sem beittir voru ofbeldi í dvöl á vegum opinberra aðila á barnsaldri.

Þingskjalið er hér.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283