Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Stundin opnar vef með áskrift að fyrirmynd New York Times

$
0
0

Í dag kemur Stundin fyrst út sem fréttamiðill á vefnum. Framvegis verður daglegur fréttaflutningur á Stundinni. Vefurinn kemur út í sinni fyrstu mynd í dag og verður bæði útlit hans, virkni og efni þróað jafnt og þétt í framhaldinu.

Þeir sem hafa áskrift að Stundinni hafa ótakmarkaðan aðgang að vefsíðunni. Áskriftarfyrirkomulagið er að hluta til byggt á fyrirmynd bandaríska blaðsins New York Times, þar sem vefurinn er öllum opinn upp að ákveðnum fjölda flettinga. Stundin.is er þannig öllum opin, en þeir sem vilja lesa meira en sex heilar greinar á mánuði eru beðnir um að greiða hóflegt áskriftargjald. Eftir að greinakvóta er náð sjá þeir, sem ekki eru áskrifendur, aðeins upphaf greina. Vefáskrift ein og sér kostar 750 krónur á mánuði, en prentáskrift með vefáskrift innifalinni 950 krónur.

Stundin var stofnuð í febrúar 2015 með tilstuðlan hópfjármögnunar. Verkefnið sló met á hópfjármögnunarvefnum Karolina fund og hefur aldrei áður fengist jafnhá upphæð, jafnhratt og frá jafnmörgum styrkjendum.

Stofnendahópur Stundarinnar samanstendur af fjölmiðlafólki sem hafði hætt störfum á DV eftir fjandsamlega yfirtöku á miðlinum, meðal annars vegna viðskiptaumfjallana. Tilgangurinn með stofnun Stundarinnar var að skapa valkost um nýjan og óháðan fjölmiðil.

Ein leiðin til þess að binda saman hagsmuni miðilsins og almennings var að sækja stofnfé til dreifðs hóps. Önnur leið var að leggja höfuðáherslu á tekjur frá almenningi. Með því að treysta á áskriftartekjur er Stundin fyrst og fremst háð almenningi.

Prentútgáfa Stundarinnar kom út föstudaginn 13. febrúar síðastliðinn. Næst kemur Stundin út í prenti 12. mars næstkomandi og mánaðarlega þaðan af.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283