200 ml kókosmjólk (úr fernu til drykkjar)
200 ml rjómi
16 dropar hindberjastevía (ég nota via health)
2 blöð matarlím
Fersk ber
Mjólkin og rjóminn hitað varlega saman. Ekki láta sjóða. Stevíunni bætt út í. Matarlímið sett í kalt vatn í 5 mìn. Vatnið kreist úr líminu og því bætt út í volga blönduna og hrært varlega. Blöndunni skipt í 4 glös og kælt þar til blandan stífnar. Fersk ber sett ofan á áður en borið er fram. Ristaður kókos eða pekanhnetur passa einnig með berjunum.
Þið getið að sjálfsögðu notað hvaða bragð af stevíu sem er.
Vinkona mín benti mér á að þessi réttur er besti vinur upptekna sælkerans!
Kveðja
Tobba í afsykrun