Á Facebooksíðunni Birding Iceland má finna eftirfarandi gleðifrétt:
„Vorboðinn ljúfi, heiðlóan, sást í Breiðdal í gær, 18. mars. Meðalkomutími heiðlóunnar er 23. mars á árunum 1998-2014 svo hún er heldur snemma í því í ár. Hún slær þó ekki út metið sem var 12. mars 2012.“
Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.
Páll Ólafsson
1827 – 1905