Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Taktu tvær aspirín og leggðu þig…

$
0
0

Stundum slær saman línum á internetinu og í skilaboðaskjóðu Kvennablaðsins skaut þetta Fb-skilaboðasamtal allt í einu upp kollinum, eins og lítið óritskoðað örleikrit úr veruleikanum. Þarna er ýmislegt sagt upphátt sem helst er ekki rætt nema í hvíslingum og þess vegna sleppum við þeim nöfnum sem þessu samtali fylgdi:

Íslenskt örleikrit á Facebook.

A:Bjarnfríður Leósdóttir er jörðuð á morgun. Það er að týna tölunni núna það fólk sem byggði hér upp það velferðarþjóðfélag sem nú er verið að einkavæða og eyðileggja í góðum fíling.

B: Já úff.

A: Það er heldur fúlt að fá ekki að drepast í friði áður en piltar eins og Bjarni Ben, dr. Simmi, Gunnar Bragi, Dýri dýralæknir og bimbó eins og Vigdís, Ragnheiður Elín, Eygló, Sigrún Magnúsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og allt það lið tekur til við að „stjórna“ landinu. Ef ég væri heill heilsu og soldið yngri en ég er og kynni pípulagningar eða múrverk myndi ég forða mér héðan sem allra allra fyrst.

B: Mig langar til Bali í ár og bara éta appelsínur eða eitthvað og reyna að gleyma landi og þjóð.

Girl-with-Oranges-over-eyes-Medium

A: Mig langar ekki að vera hérna og sjá þetta þjóðfélag drabbast niður í skítinn.

B: Nei, það er svo sorglegt að maður á bágt með sig bara.

A: Það er nógu erfitt að vera til þótt maður þurfi ekki að hafa allt á hornum sér yfir einhverjum idjótum frá morgni til kvölds. Kannski er allt í fína lagi hérna og ég hef bara koxað eða farið yfir um á neikvæðni hérna á facebook og þyrfti bara að liggja í súrefnistjaldi í hálfan mánuð til að verða fínn og glaður aftur.

B: Þetta er daglegt niðurbrot…maður getur bara ekki litið glaðan dag yfir þessu pakki það er sama hvert er litið…Hvernig líst þér á framboð Sigríðar Ingibjargar gegn Árna Páli Árnasyni?

A: Hryllilega illa.

B: Ok, hversvegna?

A: Árni Páll er ærlegur og hugsandi maður, soldið ferkantaður og stífur, kannski, Sigríður Ingibjörg er bara manneskja með meiri metnað en hæfileika – og við höfum fengið meira en nóg af soleiðis fólki. Síðasta Samfylkingarhetja af því tagi var Ingibjörg Sólrún sem fór í fræga ríkisstjórn með íhaldsfyrirbærinu gagnslausa, Guð blessi Haarde.

B: Ég er búin að missa þolinmæðina með ÁPÁ

A: Samfylkingin, þótt ég feginn vildi að það væri öðruvísi býður ekki upp á mikið mannval. Þar er hópur miskunnarlausra egóista og framapotara sem sumir geta gert sig ansi heiðarlega í framan, en þar er lítið um fólk sem er í þessu af því að það hefur brennandi áhuga á að bæta kjör og líf annars fólks. Fyrst og fremst er þarna fólk sem langar að bæta sín eigin kjör og verða frægt og komast í ríkisstjórn. Mér finnst vænst um sérvitringinn hana Völu Bjarna af þessu fólki. Hún er hugsjónamanneskja þrátt fyrir allt.

B: Ég er afskaplega hrifin af Völu líka.

A: Það er bara skelfilegt ástand hérna og engin furða að fólk skuli hengja sig á hálmstrá eins og Jón Gnarr og segjast styðja Pírata í skoðanakönnunum. Svo þegar Benedikt í Viðreisn stígur fram og reynir að vera geðslegur og sanngjarn þá ætlar hálf Samfylkingin allt í einu að kjósa íhaldsflokk. Björt framtíð hefur enga stefnu aðra en þá að sjá G. Steingríms og R. Marshall fyrir huggulegri innivinnu.

B: Þetta er svona, en afhverju talar enginn svona upphátt!

A: Það er engin von neins staðar. Ég mundi ráðleggja þér að taka tvær aspirín og fara snemma í rúmið og skrá þig svo í Sjálfstæðisflokkinn fyrir hádegi á morgun.

B: Tek tvær hundatramadol og hengi mig bara.

A: Nei, ekki hengja þig. Reyndu að safna þér fyrir farmiða eitthvað út í heim áður en Wow fer á hausinn. Veröldin er stórmerkileg þótt Ísland sé skítapleis um þessar mundir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283