Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Blómkáls-pitsu-beyglur

$
0
0

Stundum er erfitt að koma grænmeti ofan í börnin mín. Stundum er erfitt að koma grænmeti ofan í mig. Það er bara nýlega sem ég fór að kunna að meta blómkál. Ég er líka þessi ýkta týpa. Núna er blómkál í öllu sem ég geri, nánast. Skiptir ekki máli hvort ég sé að baka eða elda. Ég finn leið til að troða blómkáli í uppskriftina.

Þessa hugmynd sá ég fyrir löngu á netinu. Búin að vera með hana bak við eyrað í marga mánuði. Svo loks þegar ég ætlaði að skella í hana þá fann ég ekki uppskriftina aftur. Týpískt.

Svo maður bara sullar saman og býr til nýja.
Þær komu mjög dökkar út úr ofninum en ómæ hvað ég elska það. Krispí að utan en mjúkar að innan.

Pitsu-beyglur 6 stk.

100 g blómkálsgrjón
100 g rifin ostur
2 egg
1/4 rauðlaukur
2 hvítlauksgeirar
6 pepperoni sneiðar
2 skinkusneiðar
(tómatar, sveppir, paprika eða annað sem þið eigið til)
1 tsk. hvítlauksalt
2-3 msk. oregano
salt og pipar eftir smekk
Rífið niður blómkál í matvinnsluvél eða blandara.
Setjið blómkálsgrjónin í örbylgjuofn í ca 7-10 mínútur.
Skerið niður álegg og grænmeti og setjið í skál með rifnum osti, blómkálsgrjónum, eggi og kryddi.
Blandið vel saman og setjið í kleinuhringjaform. Ég keypti mitt í Allt í köku.
Bakið á 180 í ca 30 mínútur eða þar til orðið vel dökkt. Ég kýs að hafa mínar beyglur vel dökkar og eldaðar að utan en þið getið prófað að hafa eldunartímann styttri ef þið viljið.
Þessar voru fljótar að fara ofan í magann á mér og syni mínum.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283