Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Varðveitir fortíðina í ljósmyndum

$
0
0

Ljósmyndarinn Darryl W. Moran hefur vakið mikla athygli fyrir ljósmyndir sínar sem hann birtir bæði á Facebooksíðu sinni, „Subject Matters Photography“ og á Flickr. Darryl fæst við allskyns ljósmyndun og hefur meðal annars fastan starfa við að ljósmynda fyrir Pensilvaníuháskóla.

En það eru aðallega myndir hans af yfirgefnum byggingum víðsvegar um Bandaríkin sem hafa hreyft við fólki en þær eru afskaplega hrífandi á einhvern óhuggulegan hátt.

"Ég hata myndir af sjálfum mér. Fyrirgefðu að ég sendi ekki 'close-up'."

Darryl sendi okkur mynd af sér að okkar beiðni. Myndinni fylgdi orðsending: „Ég hata myndir af sjálfum mér. Fyrirgefðu að ég sendi ekki ‘close-up’.“

Við höfðum uppi á Darryl í gegnum Facebook og spurðum hann hvort við mættum deila verkum hans með íslenskum lesendum. Hann var meira en til í það og við biðum ekki boðanna og baunuðum á hann spurningum, en hann var staddur á heimili sínu í Pottstown, rétt fyrir utan Fíladelfíu.

Myndirnar þínar af yfirgefnum byggingum hafa birst víða á netinu og greinilega hafa þær mikil áhrif á fólk. Hvað er það, heldurðu, sem gerir það að verkum að yfirgefnar byggingar og hús hafa svona mikið aðdráttarafl?

Frá yfirgefnum geðsjúkrahúsi í New York fylki. Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir.

Frá yfirgefnu geðsjúkrahúsi í New York fylki. Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir og lesa sögu þess.

Augnablik, það er ekki auðvelt fyrir mig að svara þessu…

Taktu allan þann tíma sem þú þarft.

Sagan segir að hér hafi búið norn. Nú er húsið að mestu hulið gróðri. Náttúran endurheimtir plássið sitt.

Sagan segir að hér hafi búið norn. Nú er húsið að mestu hulið gróðri. Náttúran endurheimtir plássið sitt. Smellið á mynd til að fræðast frekar.

Að uppgötva fortíðina á hverjum stað og hvernig náttúran með tímanum hefur slegið hendi sinni á hana aftur. Það fylgir mörgum þessara staða og bygginga mikil saga, góð og slæm, og eftir ára og áratuga vanrækslu er hún hægt og rólega að glatast að fullu. Þegar ég tek ljósmyndir á stöðum sem þessum þá hætti ég ekki að undrast það hversu miklum verðmætum er kastað á glæ. Ég reyni að fanga síðustu augnablik fortíðarinnar, minningarnar, arkitektúrinn og eyðilegginguna á þann veg að það veki áhuga og fái fólk til að hugsa, hvernig gerðist þetta og af hverju?

Yifrgefið fangelsi. Smellið á mynd til að skoða fleiri myndir þaðan.

Yifrgefið fangelsi. Smellið á mynd til að skoða fleiri myndir þaðan.

Vonastu til að ljósmyndir þínar af yfirgefnum spítulum, fangelsum, geðveikrahælum og verslunum, svo fátt eitt sé nefnt, verði til þess að borgaryfirvöld á hverjum stað sjái sóma sinn í að hirða um þessar byggingar og önnur verðmæti þó ekki væri nema náttúrunnar vegna?

Yfirgefið 'resort'  í Pocono fjöllunum. Fleiri myndir þaðan má finna ef smellt er á mynd.

Yfirgefinn dvalarstaður í Poconofjöllunum. Fleiri myndir þaðan má finna ef smellt er á mynd.

Það var ekki upphaflegi tilgangurinn en það hefur þó orðið til þess á stöku stað.

Geturðu nefnt mér dæmi?

Mynd frá Monsour Medical Center.

Mynd frá Monsour Medical Center.

Eftir að grein með myndum af spítalanum Monsour Medical Center birtist hafa yfirvöld komið í veg fyrir slysahættu og tryggt að byggingin væri læst. Þá hefur verið ákveðið af borgaryfirvöldum að jafna spítalann við jörðu. (Á spítalanum fann Darryl lífsýni fjölda einstaklinga, sjúkraskýrslur og upplifði það að vera ekki einn í löngu yfirgefnu líkhúsi spítalans.)

Úr líkhúsi Monsour Medical Center.

Úr líkhúsi Monsour Medical Center.

Yfirgefið spítalarúm.

Yfirgefið spítalarúm.

Myndirnar þínar hafa birst víða, eflaust með leyfi og í leyfisleysi. Hvað finnst þér um það að fólk taki myndirnar þínar traustataki og birti þær hingað og þangað?

Ekkert stórmál – Ef fólk nýtur myndanna þá er það bara frábært!

10460607_717171841674305_7759809165865685269_o

Yfirgefið öldrunarheimili.

Hafðu samband ef þú kemur einhvern tímann til Íslands.

Ég hefði mjög gaman af því að koma til Íslands. Ég ferðast á nýja staði á hverju ári. Hver veit nema að ég þiggi að hafa samband ef ég fer til Íslands.

Yfirgefin súlustaður.

Yfirgefin súlustaður.

Skór skildir eftir á yfirgefnum súlustað.

Skór skildir eftir á yfirgefnum súlustað.

Langar þig ekkert til að gefa út bók með þessum ljósmyndum þínum?

Ég hef oft verið beðinn um það en ég hef bara engan tíma til þess.

Takk kærlega fyrir leyfa okkur að deila myndunum þínum og að gefa þér tíma til að spjalla við okkur.

Takk sömuleiðis

 

Mynd efst í grein úr myndasafni Darryl Random Abandoned Places and Things Left Behind

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283