Samkvæmt CNN er Reyðarfjörður einn af tíu stöðum í heiminum sem vert er að heimsækja áður en þeir breytast til frambúðar.
Á listanum eru meðal annars smáeyjan Gozo skammt frá Möltu, Antarktíka, og löndin Kúba og Níkaragva.
Í frétt CNN er haft eftir íslenskum fararstjórum að það hafi orðið 100 prósenta aukning í heimsóknum ferðamanna til Reyðarfjarðar á undanförnum árum.
Fréttin skýrir frá því að sjónvarpsþættir á borð við „The Killing“ og „Fortitude“ sem einmitt eru teknir á Reyðarfirði, hafi þar mikil áhrif en skandinavísku krimmaþættirnir hafa notið mikilla vinsælda bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Íslenski leikarinn Björn Hlynur Haraldsson fer með stórt hlutverk í þáttunum Fortitude sem eiga að gerast í Noregi en eru teknir eins og áður sagði á Reyðarfirði en innitökur fara fram í London. Fyrir liggur að fleiri þættir Fortitude fara í framleiðslu í janúar 2016 og eftir sem áður munu tökur fara fram á Reyðarfirði sem mun vafalítið auka hróður Fjarðabyggðar.