Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Reyðarfjörður á topp 10 lista CNN

$
0
0

Samkvæmt CNN er Reyðarfjörður einn af tíu stöðum í heiminum sem vert er að heimsækja áður en þeir breytast til frambúðar.

Á listanum eru meðal annars smáeyjan Gozo skammt frá Möltu, Antarktíka, og löndin Kúba og Níkaragva.

Í frétt CNN er haft eftir íslenskum fararstjórum að það hafi orðið 100 prósenta aukning í heimsóknum ferðamanna til Reyðarfjarðar á undanförnum árum.

Mynd af vef The Icelandic Tourist Board.

Mynd af vef The Icelandic Tourist Board sem fylgir grein CNN. Myndin er reyndar frá Seyðisfirði.

Fréttin skýrir frá því að sjónvarpsþættir á borð við „The Killing“ og „Fortitude“ sem einmitt eru teknir á Reyðarfirði, hafi þar mikil áhrif en skandinavísku krimmaþættirnir hafa notið mikilla vinsælda bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Íslenski leikarinn Björn Hlynur Haraldsson fer með stórt hlutverk í þáttunum Fortitude sem eiga að gerast í Noregi en eru teknir eins og áður sagði á Reyðarfirði en innitökur fara fram í London. Fyrir liggur að fleiri þættir Fortitude fara í framleiðslu í janúar 2016 og eftir sem áður munu tökur fara fram á Reyðarfirði sem mun vafalítið auka hróður Fjarðabyggðar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283