Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Einkaþjálfarinn þinn vill að þú borðir þetta!

Þjálfarinn minn hamrar sí og æ á hversu mikilvægt er að borða fisk 2–3 í viku til að gleðja kroppinn. Þessi uppskrift er ein af mínum uppáhalds og slær alltaf í gegn.

Hunangslax með spínat, hvítlauksmús og steiktu grænmeti fyrir tvo!

400–500 g laxaflak, roð og beinlaust
Gott hunang
Nokkrar val- eða pekanhnetur
Chillíflögur t.d. chilli-explosion í kvörn (fæst í Bónus)

Olía
Stórar kartöflur
ferskt spínat
smjör
salt
pipar
hvítlaukur – 2 geirar
Mjólk
Uppáhalds grænmeti t.d. blómkál, spergilkál, gulrætur, paprika og sveppir

Kartöflurnar eru soðnar þar til vel mjúkar. Ef hýðið er fallegt tek ég ekki utan af þeim heldur set 1 góða msk. af smjöri, pressa 2 hvítlauksgeira og salta eftir smekk út í pottinn. Svo set ég sirka 3 msk. af mjólk og stappa þetta í pottinum. Því næst saxa ég 3-4 handfylli af spínati og set út í á meðan þetta er enn volgt. Hræri saman og bæti salti eða pipar við eftir smekk.

Laxaflakið fer heilt í eldfast mót. 2 msk. hunang yfir, kryddað með chillíkryddinu. Hneturnar brýt ég með stórum hníf og dreifi yfir. Bakað við 150 g í 10 mínútur á grilli. Látið standa í 5–10 mínútur á borði áður en snætt er.

Grænmetið steiki ég á pönnu upp úr kókosolíu og set smá sjávarsalt í lokin. Passið að ofsteikja ekki grænmetið, þá tapar það næringargildi sínu. Grænmetið á að vera stökkt.

Njótið vel!

Image may be NSFW.
Clik here to view.
IMG_20150324_114007

Afganginn af fisknum og/eða grænmetinu má gjarnan nota í ofnbakaða eggjaköku daginn eftir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283