Ég þarf stundum að leggja mig á daginn þegar ég fæ slæmt gigtarkast. Leggst undir sæng og reyni að slaka á líkamanum eins og ég get og finna verkina fjara út. Þegar ég vakna fæ ég yfirleitt svakalega þörf fyrir sykur, helst súkkulaði. Líkaminn kallar á súkkulaði eftir kastið og ég hleyp oft um eins og bjrálæðingur að róta í öllum eldhússkápum í von um að finna sykur þó svo að ég viti vel að hann er ekki að finna hér. Ég læt mig þá bara vona að ég eigi eitthvað sem ég hef gleymt að henda út.
En, ég er búin að finna eitt sem hjálpar til að slökkva þessa tilfinningu.
Ískaldur Lakkrís Frappuccino. Ó hve ljúft er að fá svona svalandi drykk sem mettar mig, er sykurlaus og kæfir sykurþörfina. Stundum á ég samt sykurlaust súkkulaði í ísskápnum sem ég þá fæ mér en það er gott að eiga eitthvað fleira sem hjálpar til.
Ég prófaði að kaupa Raw lakkrísrótarduft í staðinn fyrir þetta fína sem ég hef verið að nota og það er ekkert síðra. Ég get borðað það beint upp úr dollunni ef þannig liggur á mér. Hægt að sjá hvernig það lítur út HÉR