Dagur jarðar er dagur sem er helgaður fræðslu um umhverfismál. Hann er haldinn hátíðlegur 22. apríl ár hvert. Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar.
Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 2015 ár jarðvegs undir einkunnarorðunum „Heilbrigður jarðvegur, heilbrigt líf“. Lögð er áhersla á mikilvægi jarðvegsins í matvælaframleiðslu, vatnsmiðlun og við það að milda áhrif loftslagsbreytinga.
Vistræktarfélag Íslands, Garðyrkjufélag Íslands og Sprotamiðstöð Íslands, bjóða öllum náttúruunnendum að fagna á degi Jarðarinnar og hlýða á upplýsandi erindi miðvikudaginn 22. apríl kl. 19.30, í húsnæði Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 í Reykjavík, 1. hæð (gengið inn frá Ármúla).
Erindi flytja:
Eyvin Björkavag – Vistræktarhönnuður – Vistræktarlausnir
Jóhann Þórisson – Vistfræðingur – Jarðvegsmyndun, eyðing og endurheimt
Viktoría Gilsdóttir – Kennari – Ormamoltugerð í heimahúsum
Richard Nelson – Uppfinningamaður – Lausnir til sjálfbærrar matvælaframleiðslu