Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Festar fyrir framtíðina

$
0
0

Fréttatilkynning.

Hlín Reykdal hefur hannað tvær gerðir af hálsfestum sem verða seldar á næstu dögum til styrktar grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini.

„Þetta er í þriðja skiptið sem ég vinn með Göngum saman, fyrst voru það armbönd, þá lyklakippur og nú festar,“ sagði Hlín. „Brjóstakrabbamein snertir nánast hverja fjölskyldu og ég er ánægð með að geta lagt þessu málefni lið.“

Frú Vigdís Finnbogadóttir tók við fyrstu festinni frá Hlín Reykdal og Gunnhildi Óskarsdóttur.

Frú Vigdís Finnbogadóttir tók við fyrstu festinni frá Hlín Reykdal og Gunnhildi Óskarsdóttur.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari samtakanna, tók við fyrstu festinni. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman, sagði að það væri ómetanlegt að finna fyrir þeirri velvild og stuðningi sem félagið nyti. Framlag Hlínar og allra sem koma að þessu verkefni væri ómetanlegt.

„Það skiptir félagið og mig persónulegu máli að hafa Vigdísi í okkar röðum,“ segir Gunnhildur. „Það vita allir að Vigdís læknaðist af brjóstakrabbameini og við sem fáum meinið þráum að gera það líka. Vonin skiptir svo miklu máli.“

„Það er rétt að vonin og trúin á bata skipta svo miklu máli, segir Vigdís,“ en það læknar okkur ekki eitt og sér. Vísindin verða að hafa sigur og þessi stuðningur okkar í Göngum saman við vísindin auka líkurnar á því að sá sigur náist.“

Sala á festunum hófst í gær og verða seldar hjá Hlín í tvær vikur, eða meðan birgðir endast. Einnig er tekið við pöntunum í gegnum skilaboð á Facebook síðu félagsins ef fólk vill fá festarnar í póstkröfu.

Hér skartar Annie Mist festinni góðu.

Hér skartar Annie Mist festinni góðu.

Ljósmyndataka Saga Sig.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283