Kvennablaðið óskar aðstaðdendum kvikmyndarinnar Hrútar til hamingju með verðlaunin ‘Un certain regard’ sem veitt voru á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Kvikmyndin fjallar um tvo roskna bræður sem hafa ekki talast við í 40 ár þegar upp kemur sú staða að þeir verða að standa saman. Leikstjóri myndarinnar er Grímur Hákonarson og með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Hollywood Reporter fjallar um verðlaunin hér.
Hér er stikla úr myndinni: