Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sykurlausar kókoskúlur

$
0
0
Stundum þá langar manni í eitthvað sætt og ljúfengt sem tekur ekki langan tíma að gera. Börnunum finnst heldur ekkert leiðinlegt að útbúa þessar (eða að borða þær) og eru í raun farin að útbúa þær sjálf.
Kókoskúlur
100 g mjúkt smjör
70g möndlumjöl
30g kókosmjöl (og meira til að skreyta)
3 msk ósykrað kakó
1 msk vanilludropar eða rommdropar
2-4 msk sukrin melis (eftir því hversu sætt þú vilt)
Hráefnum blandað saman í skál. Búið eru til kúlur og rúllað upp úr kókosmjöli.
Sett á disk og inn í ísskáp í klt. Geymist í kæli.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283