Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Prjónaður sumarskokkur með gatamynstri

$
0
0

Þá er sumarið komið – kannski ekki alveg eins hlýtt og við vonuðum, en birtan skiptir mestu held ég.

Sumarskokkur úr smiðju Elisabetar Lavold fylgir í dag. Þó að myndin sýni ermalausan sumarkjól, þá viljum við frekar tala um skokk því það er svo þægilegt að vera í síðerma bol og gammósínum eða sokkabuxum undir þegar hitastigið leyfir ekki annað.

l_ace_d_medium

Ef gætt er að því að velja garn sem endist vel þá getur skokkurinn orðið erfðagripur í fjölskyldunni, því hann er sígildur.

Mynstrið er einfalt og lærist fljótt. Hann er prjónaður í tveimur stykkjum fram og tilbaka, en ef einhverjar vilja frekar prjóna pilshlutann í hring, þá er lítið mál að breyta því. Bara að gæta þess að tíu gangi uppí lykkjufjöldann svo mynsturkaflinn haldi sér rétt.

Við eigum sýnishorn af skokknum í Storkinum ef einhver vill skoða áður en lagt er í þessa prjónavegferð.
Hér er uppskriftina að finna til útprentunar SUMARSKOKKUR 2-10ára.

Gangi ykkur vel!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283