Hanna Kristín Skaftadóttir skrifaði eftirfarandi færslu á Facebooksíðu sína og við fengum leyfi til að birta hana hér. Hanna er með master í endurskoðun og rekur eigið fyrirtæki sem gefur út barnabækur fyrir málhömluð börn og heldur námskeið um allt land. Hanna lærir rússnesku, er mikill hlaupagarpur, kennir ballett og er lausráðin blaðamaður. Hanna fékk nýverið inngöngu í Stanford háskóla.
Hanna Kristín skrifar:
„Embrace your beauty? ⭐ Vegna meðfylgjandi myndar var ég spurð að því hvort ég væri óörugg með mig og vantaði athygli? … well, human nature að finnast gott að fá smá athygli. Auðvitað. En þessu fylgdi að ég væri of klár og flott kona til að birta svona myndir. Svona myndir?
Það er imprað á því í samfélaginu að við eigum að vera stolt/ar af okkur eins og við erum en einhvernveginn finnst mér eins og það eigi bara við um tiltekna hópa fólks.
Er í lagi að vera ánægður með sig og stoltur af árangri ef maður er utan samfélagslegra viðmiða í neikvæðari kantinum?
En ekki ef maður er grannur að eðlisfari, hefur náð árangri í íþróttum með eljusemi og hugsar vel um heilsu og útlit?
Eiga ekki allir rétt á því að vera stoltir af sér og óhræddir við myndbirtingar óháð holdafari, hvort heldur sem við erum grönn, feit eða hvað?
Ef þessi tiltekna mynd hefði verið af konu sem var 150kg og fór niður í 120kg. Sömu föt, sama stelling, annað holdafar –Hefði þá verið staðið upp og klappað?
Ég er einmitt nógu klár og flott kona til að vera óhrædd við að fagna eigin árangri og vera stolt af mér og mínum líkama nákvæmlega eins og ég er. Kasta burt allri skömm og skilaboðum um að þetta sé of sexy eða –of neitt.
Þessi mynd er ekki ákall á samþykki heldur er þetta stolt kona að birta mynd stolt af árangri af því að hugsa vel um eigin heilsu og bera ábyrgð á eigin vellíðan.
– ást & kærleikur til allra xoxo