Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Samviskubitið

$
0
0

Grein þessi er úr Reykjavík vikublað sem kom út í gær og er fullt af áhugaverðu efni. Eftirfarandi grein Helgu Lilju Bergmann er þar að finna og er birt hér með leyfi ritstjóra og höfundar.

Helga Lilja Bergmann skrifar:

Að útivinnandi mæður séu þjakaðar af samviskubiti er vel þekkt, þær eru með samviskubit í vinnunni því þeim finnst þær eigi að vera meira heima með börnin og þær eru með samviskubit vegna vinnunar ef þær eru heima. Það er reyndar spurning hvort allir foreldrar séu farnir að finna fyrir þessu nú til dags með vonandi auknu jafnrétti á heimilum?

En ég held að mæður (og foreldrar almennt), séu hreinlega alltaf með samviskubit gagnvart börnum sínum. Núna þegar börnin mín eru uppkomin sé ég þetta vel hjá sjálfri mér. Þetta birtist þannig að ég geri lítið úr sjálfri mér sem góðum uppalanda, en mikið úr því ef eitthvað var mögulega miður. Þannig að ef sagt er að börnin séu velheppnuð og gott fólk, klár og skemmtileg (sem þau eru að sjálfsögðu!), þá hugsa ég sem svo að þannig séu þau bara að upplagi, hafi fæðst þannig og atlæti á uppvaxtarárum þeirra hafi nú ekkert með það gera. Og ef eitthvað er miður í þeirra fari (sem er auðvitað óhugsandi!), þá er það augljóslega mér að kenna sem móður þeirra.

Ég er líka einstaklega viðkvæm fyrir því þegar afkvæmin rifja upp æskuminningar þar sem mér finnst ég ekki koma sérlega vel út sem uppalandi, því að auðvitað gekk á ýmsu og eitthvað myndi ég eflaust gera öðruvísi í dag, en þau virðast þrátt fyrir allt þokkalega sátt við mig svo að kannski var ég bara rosalega góð mamma?


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283