Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Með fyllstu virðingu fyrir smákrimmum

$
0
0

Fjárkúgun er mjög til umræðu í augnablikinu. Nú er ég síður en svo að halda því fram að smáglæpir séu í lagi og eigi að láta smákrimma óátalda, en ég hef meiri áhuga á stórum glæpum en smáum.

Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka.

Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka.

Til dæmis finnst mér glæpsamlegt að horfa upp á hvernig íslenskir bankar kúga hundruð milljarða af þessari fámennu þjóð á hverju ári í þakkarskyni fyrir að þjóðin skuli vera nýbúin að gera mönnum kleift að reyna sig aftur við bankarekstur eftir að bankamenn keyrðu fjármálakerfi þjóðarinnar í gjaldþrot fyrir örfáum árum og eftirlétu þjóðinni að borga reikninginn sem eftirstóð fyrir alla glæpastarfsemina sem leiddi til hruns bankanna.

Forstjóri MP banka er Sigurður Atli Jónsson /mynd Vb

Forstjóri MP banka er Sigurður Atli Jónsson
/mynd Vb

Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við að vita íslenska banka hafa helmingi meiri tekjur af hverjum landsmanni en tíðkast nokkurs staðar annars staðar í okkar heimshluta.

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.

Með fyllstu virðingu fyrir smákrimmum þá finnst mér milljarðarán og miskunnarlaus og hrokafull framkoma íslenskra banka vera stærra samfélagsvandamál en þær fáránlega mislukkuðu fjárkúgunaraðferðir sem fjölmiðlar landsins beina nú athygli fólks að.

 

Margfaldur gróði íslenskra banka


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283