Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sagan endurtekur sig – lög á verkfall

$
0
0

18. október 2004

Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið.

13. nóvember 2004

Hafi aðilar skv. 1. gr. ekki undirritað kjarasamning fyrir 20. nóvember 2004 skal Hæstiréttur Íslands tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skal fyrir 28. febrúar 2005 ákveða kaup og kjör félagsmanna Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands hjá þeim sveitarfélögum sem veitt hafa launanefndinni umboð til kjarasamningsgerðar við félögin. Ákvarðanir gerðardómsins skulu vera bindandi sem kjarasamningur á milli aðila frá og með gildistöku laga þessara og gilda þann tíma sem gerðardómurinn ákveður.

Gerðardómurinn skal, við ákvörðun samkvæmt lögum þessum, hafa hliðsjón af almennri þróun á vinnumarkaði frá gerð síðasta kjarasamnings deiluaðila að því leyti sem við á. Við ákvarðanir um laun félagsmanna skv. 1. gr. og önnur starfskjör þeirra skal gerðardómurinn einnig hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð en jafnframt gæta þess að stöðugleika efnahagsmála og forsendum annarra kjarasamninga sé ekki raskað.

Þess má geta að það var búið að leggja einn samning fyrir félagsmenn sem um 90% höfnuðu. Sá samningur tók einmitt hliðsjón af almennri þróun á vinnumarkaði … og svo framvegis. Lögin þýddu semsagt að samningum sem yfirgnæfandi meirihluti kennara hafnaði var troðið eins langt ofan í kok á þeim og hægt var að komast.

Nú er sagan nokkurn veginn að endurtaka sig. Lög á verkfall. Vegna almannahagsmuna.

13. júní 2015

Gerðardómurinn skal við ákvarðanir um laun félagsmanna skv. 1. gr. og önnur starfskjör þeirra hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð og, eftir atvikum, kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí 2015 og almennri þróun kjaramála hér á landi. Við ákvarðanirnar skal jafnframt gæta að stöðugleika efnahagsmála.

Ath. FRÁ 1. MAÍ! Það eru ekkert rosalega margir kjarasamningar. Það er ekki „almenn þróun“ á vinnumarkaði. Það má ekki taka tillit til samninga lækna. Hvernig var þetta aftur með samningana og kokið? Til þess að bæta aðeins ofan á þetta allt saman þá þurfti víst að leiðrétta lögin. Það gleymdist að bæta Fræðagarði við en vandamálið er að Fræðagarður var ekki í verkfalli. Hvaða almannahagsmunir eru þarna í gangi?

Það þarf að taka þessi völd frá stjórnmálamönnum, gera betri samfélagssamning (þar sem stjórnmálamenn koma hvergi að) og afgreiða síðan sem samfélagsályktun með atkvæðagreiðslu. Samning sem er ekki hægt að ganga gegn nema með annarri atkvæðagreiðslu. Samning um hvernig launa- og eignadreifing á almennt að vera á Íslandi. Samkomulag sem segir að það sé óeðlilegt að 10% eigi 75% af öllum eignum á Íslandi. Samkomulag um að launabónusar sem eru margföld árslaun vinnandi fólks sé ekki eðlilegt. Samkomulag um að menntun (í víðum skilningi orðsins – sérfræðiþekking) sé metin til launa líkt og í samanburðarlöndum. Samkomulag um að kjörnir fulltrúar vinni fyrir kjósendur sína – ekki bara þá sem greiddu þeim sérstaklega atkvæði heldur að þeir vinni fyrir ALLA. Kjörnir fulltrúar eru bundnir eigin sannfæringu og kjörnir sem svo með leynilegum kosningum. Þau loforð sem þeir segjast vilja uppfylla í krafti einhvers konar meirihluta eru löngu horfin, aðstæður breytast og við vitum meira. Það var allavega aldrei lofað að setja lög á verkföll, samt telja þau sér trú um einhverja almannahagsmuni.

Ég vil bara minna á að núverandi ríkisstjórnarflokkar eru með 49,86% atkvæða úr síðustu kosningum.

Greidd atkvæði              193.792
Sjálfstæðisflokkurinn50.454
Framsóknarflokkurinn46.173
Samtals96.627
Hlutfall49,86%

Meirihlutinn ræður hvað?


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283