Tuttugu listamenn verða með hávaða á sýningunni HÁVAÐI II sem opnar 17. júní í Ekkisens á Bergstaðastræti 25B. Fjölmörg verk verða afhjúpuð á opnunarhátíðinni og má þar nefna nýjan þjóðfána sem saumaður hefur verið úr nærbrókum almúgans en honum verður flaggað í fyrsta sinn undir tónum þekkts karlakórs. Sýningin er nánar auglýst hér.
Hávaðanum fylgja einnig fjölmörg útiverk sem hægt verður að finna í garðinum við Ekkisens en einnig á víð og dreif um miðborgina í júní. Einnig verður netið nýtt sem sýningarými og heimasíða Hávaðans vígð á sjálfan opnunardaginn.
17:00
Hávaðinn hefst
17:15
Tendrað á verkinu Líkvaka
eftir Freyju Eilíf Logadóttur
17:30
Nærbuxnafáninn dreginn að húni
Eftir Guðrún Heiði Ísaksdóttur
18:00
Vonin er baráttan eina
Gjörningur eftir Katrín Ingu Jónsdóttur
18:30 Ljóðskáldið lommi les upp
19:00 Anton Logi Ólafsson fremur gjörning
og fleiri óvæntar uppákomur…
Þátttakendur í hávaðanum eru: Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Anton Logi Ólafsson, Clara Bro Uerkvitz, Erik Hirt, Freyja Eilíf Logadóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Guðbjartur Þór Sævarsson, Heiðrún Gréta Viktorsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, lommi, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Nína Óskarsdóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Sunneva Ása Weisshappel, Sveinn Benediktsson, Una Björk Sigurðardóttir og fleiri.