Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ríkisstjórnina burt – Vér mótmælum öll

$
0
0

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 11:00 í dag þann 17. júní 2015. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook. Þar segir:

„Ríkisstjórnin hefur tekið verkfallsréttinn af launafólki og gert alvarlega aðför að heilbrigðiskerfinu. Þau lækka skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrða að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra.

Ríkisstjórnin hefur gengið á bak orða sinna margoft og svikið hvert kosningaloforðið á fætur öðru.

Stjórnvöld hafa vanrækt skyldur sínar gagnvart þeim sem minna mega sín, fátækum, heimilslausum og öldruðum. Lýðræði er ekki aðeins á fjögurra ára fresti, ríkisstjórnin starfar ekki í umboði fólksins í landinu.

Mætum öll á Austurvöll 17. júní kl. 11:00 og sendum stjórnvöldum sterk skilaboð: Þið starfið ekki í okkar umboði! Tökum með okkur skilti og áhöld. Við mótmælum öll vanhæfni ríkisstjórnar Íslands!“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283