Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Tryllt sumarsalat og fullkominn súkkulaðiís!

$
0
0

Hér koma tvær gullfallegar uppskriftir að hollum sumarréttum frá ÍAK einkaþjálfaranum, heilsumarkþjálfanum og hjúkrunarfræðingnum Ásthildi Björnsdóttur. Ásthildur er mikill nautnaseggur og hefur náð að sameina ást sína á hollu mataræði og bragðgóðum mat á snilldar máta. Hún heldur úti síðunni maturmillimala.com þar sem hún deilir dásamlegum uppskriftum, gefur góð ráð, auk þess sem hún býður upp á heilsumarkþjálfun og fjarþjálfun fyrir konur en hún er búsett í Rotterdam.

ÁB hjónaprófil pic

Ásthildur ásamt Birgi Gunnarssyni eiginmanni sínum.

„Þetta sumarlega ávaxtasalat er dásamlega gott sem meðlæti. Ég hef haft það með grilluðum túnfiski, humri, kjúklingi og eins kjöti. Þá er einnig mjög auðvelt að breyta því og þróa með því sem þú átt af ávöxtum í eldhúsinu hverju sinni – t.d. er hægt að bæta við feta-osti eða mozzarella og ef þú vilt sterkari útgáfu þá er hægt að smáttsaxa rauðu chilli og dreifa yfir,” segir heilsuhjúkkan brosandi.

Sumarávaxtasalat MMM
Fyrir 2-4
Innihald:

• 2–3 meðalstór avokadó
• ½ bolli saxaður rauðlaukur
• 1–2 velþroskuð mangó skorin í teninga
• 1 ½ bolli jarðarber skorin í teninga
• 1 bolli vatnsmelóna skorin í teninga
• ¼ bolli saxað ferskt kóríander
• ¼ bolli söxuð fersk minta
• 1–2 msk. nýkreistur limesafi
• Sjávarsalt eftir smekk
• Þurrristuðum graskersfræjum dreift yfir

Aðferð:
1. Laukurinn og allir ávextirnir skornir niður – sett til hliðar.
2. Avokadó – steinhreinsað og flysjað og stappað niður að mestu í skál með t.d. gaffli.
Ath. Ef þú ætlar ekki að bera salatið strax fram þá getur verið ágætt að bíða með að stappa avokadóið og gera það rétt áður þar sem avokadó verður fljótt brúnt á litinn og missir ferskleikann ansi fljótt.
3. Öllu blandað saman, limesafanum hellt yfir, kryddjurtunum dreift yfir og saltað smávegis með sjávarsalti.
4. Graskersfræjunum sáldrað yfir.
5. Borið fram.

„Þennan „ís” hef ég verið að fá mér hvort sem er á mánudegi eða um helgi – hvort sem er í morgunmat eða jafnvel sem seinnipartsmillimál. Mér finnst hann dásamlega góður og ég verð að viðurkenna það – ég er gjörsamlega tryllt og sjúk í þennan þessa dagana. Það sem nauðsynlegt er að gera til að búa þessa dásemd til er að skera niður nokkra vel þroskaða banana og frysta,” segir Ásthildur og viðurkennir fúslega að sætir réttir séu í miklu uppáhaldi.

Bráðhollur súkkulaðiís Psd MMM

Fyrir 2
Innihald:

3 frosnir meðalstórir bananar
2 msk. lífrænt kakóduft – meira ef þú vilt enn meira súkkulaðibragð
1 msk. acai-duft
120 ml möndlumjólk (ég geri mína eigin)

Til skrauts:
Frosin bláber
Frosin hindber
Mórber
Gojiber
Kókosmjöl
Kakónibbur

Aðferð:

Taktu frosnu bananana út kannski 5 mínútum áður en þú ætlar að blanda ísinn svo að bananarnir þiðni lítillega – svona til að þú slátrir nú ekki matvinnsluvélinni.
Bananarnir settir í matvinnsluvél og hún rétt keyrð í gang.
Kakóduftinu ásamt acai-duftinu bætt við.
Möndlumjólkinni bætt við.
Öllu blandað saman þar til kekkjalaust og ís-áferðin er komin. Þú gætir þurft að stöðva við og við og nota sleikju til að ýta niður úr hliðunum.
Forðastu að blanda of mikið því þá þiðna bananarnir alveg og þú ert komin með ansi mikið fljótandi ís.

„Mér finnst mikilvægt að skreyta ísinn – bæði vegna bragðsins og eins til að hafa hann smá „crunchy”. 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283