Á Facebooksíðu VAKANDI sem eru samtök sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla eru oft skemmtilegar ábendingar sem nýtast okkur frá degi til dags. Rakel Garðarsdóttir er forsprakki samtakanna sem ætla sér að auka þekkingu fólks á mikilvægi þess að spara í matarinnkaupum, fara betur með matvæli og henda þeim ekki að ástæðulausu. Hér er gott ráð frá VAKANDI.
Svona nýtum við kryddjurtir
Engin ástæða er til að henda ferskum kryddjurtum þótt þær megi muna fífil sinn fegri.
Rífið eða klippið kryddjurtirnar niður og setjið í klakabox.
Hellið góðri kaldpressaðri ólífuolíu yfir kryddjurtirnar án þess þó að flæði yfir.
Þetta er eiginlega alveg gullfallegt!
Setjið klakaboxin í frystinn og þá eigiði til ferskar kryddjurtir, tilbúnar til notkunar hvenær sem ykkur hentar.