Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ekki henda fersku kryddi!

$
0
0

Á Facebooksíðu VAKANDI sem eru samtök sem vilja auka vitundarvakningu um sóun matvæla eru oft skemmtilegar ábendingar sem nýtast okkur frá degi til dags. Rakel Garðarsdóttir er forsprakki samtakanna sem ætla sér að auka þekkingu fólks á mikilvægi þess að spara í matarinnkaupum, fara betur með matvæli og henda þeim ekki að ástæðulausu. Hér er gott ráð frá VAKANDI.

 

Svona nýtum við kryddjurtir

Engin ástæða er til að henda ferskum kryddjurtum þótt þær megi muna fífil sinn fegri.

Rífið eða klippið kryddjurtirnar niður og setjið í klakabox.

1507897_237382809777141_1046884766_n

 

 

Hellið góðri kaldpressaðri ólífuolíu yfir kryddjurtirnar án þess þó að flæði yfir.

 

1604960_237382769777145_510480869_n

 

 

Þetta er eiginlega alveg gullfallegt!

 

 

1464664_237382779777144_203935323_n

 

 

 

Setjið klakaboxin í frystinn og þá eigiði til ferskar kryddjurtir, tilbúnar til notkunar hvenær sem ykkur hentar.

 

1656083_237382773110478_784322305_n


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283