Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Vertu örugg/ur í Dalnum

$
0
0

Lögreglustýran Páley í Eyjum vill stjórna fréttaflutningi frá Þjóðhátíð eins og Vísir greindi frá í dag. Reyndar miðast þöggun hennar einungis við kynferðisbrot því ekki mælist hún til þess að þagað verði yfir öðrum lögbrotum sem upp kunna að koma svo sem eins og íkveikjum, morðum, öðrum líkamsárásum eða fíkniefnasölu.

Hún vill ekki að það fréttist sem hún veit eða í það minnsta grunar að það munu koma upp kynferðisbrot á þessu stolta fleyi Eyjamanna. Hún gengur þarna erinda hátíðarhaldara. Á þessari kröfu hennar er engin önnur skýring.

Í viðtali við Eyjafréttir í dag 29.júlí 2015 segir Páley:

“Hver fjöldinn verður kemur í ljós en hvort sem við erum að tala um 10.000 eða 12.000 gesti ofan af landi er það margt fólk og útfrá því vinnum við. Þjóðhátíð hefur stimplað sig inn hjá fólki og margir koma hingað ár eftir ár. Gestir vita af þeirri áherslu sem við leggjum á öll öryggismál og finnur sig öruggt þegar í Dalinn er komið.“

Í sömu frétt kemur fram að 26 lögreglumenn verði að störfum, 12 að nóttu til og sex að degi til og 100 manns muni sinna gæslu.

Páley segir ennfremur:

Allir í okkar liði nema hluti þeirra sem eru í sumarfríi ganga vaktir alla helgina auk fólks ofan af landi. Tólf verða á vakt á nóttunni og sex á daginn. Sex verða við fíkniefnaleit og við fáum tvo fíkniefnaleitarhunda okkur til aðstoðar til viðbótar við þann sem við erum með hér að staðaldri.“ sagði Páley og bætir því við að lögreglustjórinn á Suðurlandi verði einnig með fíkniefnaleitarhund í Landeyjahöfn.

Ekki eitt orð um áhyggjur af kynferðisafbrotum eða vöktum lögreglu þess vegna. En hún segir þó:

“Öryggi gesta er það sem við leggjum mesta áherslu á og það á öllum sviðum. Áfallateymið sem þjóðhátíðarnefnd kom upp fyrir nokkrum árum undir stjórn dr. Hjalta Jónssonar er einn liðurinn í þeirri viðleitni.“

Ekki fann Kvennablaðið þrátt fyrir ítrekaða leit upplýsingar um starfsemi áfallateymissins eða hvar það verður niðurkomið á þjóðhátíð. Sá á fund sem finnur!

Enginn sérstök skilaboð til hátiðargesta vegna þjóðhátíðar eru á forsíðu lögreglunnar í vestmannaeyjum en þar má finna símanúmerið 112 og fíkniefnasímann efst á síðu.

Bleiki fíllinn

Af facebooksíðu Bleika fílsins.

Af Facebooksíðu Bleika fílsins.

En fólk þarf ekki að örvænta því einhverntímann var til forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn rekinn af ÍBV sem heldur úti Facebooksíðu með 750 fylgjendur. Á þeirri síðu koma enn engar upplýsingar fram um hvert fórnarlömb ofbeldisverka geta leitað. Ekki stakt orð um það við hverju fólk geti búist ef það leitar til Bleiku fílanna vegna kynferðisofbeldis eða hvernig ÍBV ætlar sé að standa vörð um öryggi hátiðargesta nú í ár.

Hvar verður Bleiki fíllinn árið 2015? Ein Facebookfærsla er frá 24.júlí s.l, önnur þann 22. júlí og þar á undan færsla frá 4. ágúst 2014. Öflugt og útbreitt er forvarnarstarfið!

Á vef Þjóðhátíðar, Dalurinn.is, er heldur ekki að finna neinar upplýsingar um það hvert þolendur kynferðisofbeldis geti leitað. Hvergi er að finna viðbragðsáætlun hátíðahaldara. Þar er hins vegar að finna eitthvað sem þeir kalla praktískar upplýsingar:

Screen Shot 2015-07-29 at 22.55.36

Á sömu vefsíðu má þó finna flipann forvarnir: ( Á enskri síðu dalurinn.is er ekkert um forvarnir, engar upplýsingar til þeirra sem verða fyrir ofbeldi.) Ef maður fer nú inn á þann flipa kemur upp þessi síða:

Screen Shot 2015-07-29 at 22.57.41

Á forsíðu vefsins vestmannaeyjar.is eru heldur engar upplýsingar sem beint er til hátíðargesta eða þeirra sem þurfa að þola kynferðislegt ofbeldi um verslunarmannahelgina.

Hvert áttu að leita ef þú verður fyrir kynferðislegu ofbeldi?

Engar haldbærar upplýsingar er að finna fyrir þolendur kynferðisofbeldis á neinum ofangreindra vefsíðna þannig að þá býður þín bara faðmurinn á lögreglunni í Vestmannaeyjum sem ætlar sér að flytja valdar fréttir af afrekum sínum en þegja yfir kynferðisofbeldisverkum í Herjólfsdal.

Kvennablaðið vill því koma áleiðis eftirfarandi upplýsingum til fólks sem verður nauðgað eða verður fyrir öðru kynferðisofbeldi um helgina að hægt er að sækja sér hjálp lækna og hjúkrunarfólks.

Í Vestmannaeyjum heitir spítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurlands og á vefnum þeirra kemur eftirfarandi fram:

“Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sjá um hjúkrunarmóttöku á Sjúkradeild í bráðatilfellum og aðkallandi innlögnum allan sólarhringinn.”

Spítalinn er hér til húsa:

Heilbrigðisstofnun Suðurlands – Vestmannaeyjum
Sólhlíð 10 –  900 Vestmannaeyjar
Síminn er 432-2500

Sömu skilaboð eiga við ef þú eða einhver vina þinna eða þér nákominn er hætt kominn vegna áfengis eða lyfjaneyslu því þá er mikilvægt að viðkomandi sé ekki skilinn eftir einn heldur komið tafarlaust til hjálpar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283