Nú skal hinsegja er fræðsluráðstefna um hinsegin málefni sem haldin verður í Iðnó mánudaginn 3. ágúst frá kl. 11.00 til 18.00. Viðburðurinn er haldinn sem off-venue viðburður á Hinsegin dögum.
Að viðburðinum stendur fjölbreyttur hópur fólks sem tekið hefur þátt í hinsegin félagsstarfi og hefur víðtæka þekkingu á málefnunum sem fjallað verður um á ráðstefnunni.
Ráðstefnunni verður skipt niður í viðburði sem fjalla um ýmis málefni sem tengjast hinsegin lífi og tilveru og fara þeir ýmist fram á íslensku eða ensku. Meðal viðburða má nefna; almenna umfjöllun um jaðarhópa hinsegin samfélagsins, trans og kynsegin 101 málstofu, málstofu um málefni tví-, pan- og polykynhneigðra, kynningu á asexual, kynningu á því hvað öruggt bdsm er, umfjöllun um menningarnám (e. cultural appropriation) og forréttindasmiðju auk fjölda styttri kynninga.
Boðið verður upp á súpu í hádeginu og frítt er inn á viðburðinn en tekið verður við frjálsum framlögum. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á facebook-síðu viðburðarins, facebook.com/Hinsegja
Frekari upplýsingar veitir Sigurður Júlíus Guðmundsson í síma 770 0785 eða Guðmunda Smári Veigarsdóttir í síma 823 4687 eða í netfangið nuskalhinsegja@gmail.com