Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sýning frá Spáni fyrir sirkusunnendur

$
0
0

Tjarnarbíó verður opnað aftur í ágúst eftir breytingar á sal og búnaði. Fyrsta sýning haustsins kemur frá Spáni, en það er leikhópurinn Patricia Pardo sem sýnir sirkusverkið Comissura.

Verkið er sýnt 6. og 7. ágúst kl. 20.00. Miðasala er hafin, en miðaverð er 2500 kr.

Sirkusverkið Comissura inniheldur nærbuxnalausan loftfimleikamann í rólu, ótrúan slagverksleikara, konu þakta 20 lítrum af vaxi og ríkulegan fátækling.

Comissura er sirkusverk sem samanstendur af sjö trúðaatriðum. Það fjallar um kröfurnar sem fólk gerir til eigin líkama, um hversu óhæf við erum til að þekkja muninn á þörf og óseðjanleika, um morð og móðureðli (eða hvernig neysluþjóðfélagið lætur okkur éta upp börnin okkar), um hraðann og hvernig við töðum fyrir eigin skriðþunga, um fegurðina í ástarsorg (mikla fegurð í ástarsorg), um svartsýni sem notuð er til að hafa áhrif á áhorfendur, um afbrýðisemi og ruglinginn milli svika og rétt fólks til einkalífs.

Comissura tengir okkur við melankólíuna sem felst í að átta okkur á að við lifum í gleði, og skringilegheitin sem felast í tilveru okkar, þversögnum og blendnum tilfinningum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283