Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Treystirðu þér til að gera einnar mínútu langa kvikmynd?

$
0
0

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, mun eins og undanfarin ár standa fyrir einnar mínútu örmyndasamkeppni í samstarfi við Loft Hostel. Þemað að þessu sinni er BARÁTTA og hafa þátttakendur algjörlega frjálsar hendur hvernig þeir túlka þetta margræða þema. Einu skilyrðin eru að myndin sé akkúrat ein mínúta að lengd.

RIFF er líkt og undanfarin ár í samstarfi við hollensku kvik­mynda­sam­tök­in The One Minu­tes. Samtökin hafa fram­leitt og dreift meira en þúsund einn­ar mín­útu mynd­um eft­ir fólk af 120 þjóðern­um og mun RIFF sýna einnar mínútu myndir frá þeim víðs vegar um Reykjavík og Kópavog á hátíðinni í haust.

Í bæði skiptin sem keppnin hefur verið haldin hefur þátttaka verið geysigóð og upprennandi kvikmyndagerðarfólk sent inn verk sín í hrönnum. Þær innsendu myndir sem dómnefnd telur bestar verða frumsýndar á verðlaunaafhendingu á Loft Hostel þann 26. september næstkomandi. Þá verður myndin sem hreppir fyrsta sætið sérstaklega verðlaunuð. Bestu myndirnar verða svo sýndar á völdum stöðum meðan á hátíðinni stendur.

Frestur til að senda inn myndir er til 11. september. Til að öðlast þátttökurétt er nægilegt að senda youtube eða vimeo-hlekk með myndinni og lykilorði á netfangið einminuta@riff.is. Einnig skal fylgja nafn þess sem gerir myndina og aldur.

Fyrri sigurvegarar:
2013
Erlendur Sveinsson fyrir myndina Breathe (þema: „Loft“)
2014:
Logi Leó Gunnarsson fyrir myndina Hringur (þema: „Deep Blue“)

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283