Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Breyttur lífstíll

$
0
0

Þegar ég var krakki var ég kölluð fuglsunginn því ég var svo horuð að það sást í beinin í mér. En eftir að ég fór í framhaldsskóla hef ég ekki átt við það ‘vandamál’ að stríða því ég hef alltaf elskað gosdrykki, nammi og sætabrauð og bara sukkmat yfir höfuð!

Ég get ekki talið það hversu oft ég hef farið í átak og grennst um 2–3 kíló og svo verðlaunað mig með nammi á laugardegi. Svo kemur sunnudagur og hey … af hverju ekki að leyfa sér pönnukökur á sunnudegi? Kommon, svo er það mánudagur og viti menn þetta er síðasti dagur í sukki … tek mánudaginn sem síðasta sukkdaginn minn og svo bara leið öll vikan áður en ég vissi af og ég ekki enn búin að fara í göngutúr eða ræktina, hvað þá að borða hollt!

Úps, jæja fuck it, það kemur að því að ég nenni þessu og þá bara leyfi ég mér að éta þanga til ég fatta það. Haha … skrítið hvernig maður hugsar!

En í maí á síðasta ári eignuðumst við aðra prinsessu og ég grenntist alveg helling þegar ég var búin að eiga og allir að segja mér hvað ég liti vel út og það væri sko ekki hægt að sjá að ég væri nýbúin að eignast barn.

Myndir Ragna

Ég hugsaði með mér VÁÁ … ég er ekki að borða hollt en er samt að grennast. Jæja þá, fyrst ég er að grennast þá get ég alveg eins verið að borða bara eins og ég er að borða.

Ohh nei … ég byrjaði að fitna og fitna og fitna auðvitað miðað við hvernig ég borðaði og í október fékk ég ógeð og fór í fjarþjálfun og grenntist um 10 kíló og um jólin leyfði ég mér bara að borða það sem ég vildi og ætlaði bara að taka mig svo á í janúar eeeen það gerðist ekki, ég hélt bara áfram að borða eins og um jólin og ég fitnaði og fitnaði og fitnaði þar til ég gafst bara upp!

Ég fór á árgangsmót í júní og það var tekin hópmynd af okkur sem mættu! Þegar ég sá myndina fékk ég áfall. Þarna sá ég að ég var búin að missa tökin algjörlega og mér leið ekki vel með sjálfa mig.

Svo núna fyrir mánuði fór ég að taka mig á að borða hollt og hreyfa mig og grenntist um 2–3 kíló og var farin að vera kærulaus og leyfa mér nammidaga og svo fleiri nammidaga og ég trúði þessu ekki að í ALVÖRU væri ég að fara að klikka á þessu eina ferðina enn.

Ég leitaði mér hjálpar hjá Sverri B. Þráinssyni grenningarráðgjafa og ef ég man rétt þá sendi ég honum skilaboð á Facebook og bað hann um HJÁLP. Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið. Þvílíkur snillingur sem þessi maður er og öll sú hvatning sem maður fær frá honum á hverjum einasta degi! Hann talar við mann eins og það hafi enginn annar getað þetta nema þú! Þetta er það sem ég þurfti og þess vegna er ég núna búin að missa 7 kíló og er ekki að leyfa mér neina nammidaga og ef ég fer í veislur þá bara fæ ég mér heitan rétt og nota það sem minn kvöldmat :)

1438788058082 (1)

Ég leyfi mér góðan mat en svo ekkert eftir kl. 19.00 – ekki eina hnetu. En vá hvað mér líður vel þó ég eigi ennþá langa leið fyrir höndum þar til ég kemst í kjörþyngd. Ég tek bara einn dag í einu og skila inn matardagbók á hverju einasta kvöldi og er alveg búin að koma í rútínu hjá mér 4 máltíðum á dag og svo bara vatn, vatn, vatn, vatn.

Ég hlakka til að setja inn pistil aftur þegar önnur 7 kíló eru farin, vúpp, vúpp, lífið er YNDISLEGT!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283